Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 12
300
Um vísindalíf á íslandi.
og stunda vísindi án þess að slá slöku við
alvarleg störf lífsins, ogán þess að missa þann
karlmannshug og hörku, sem fátæktin og náttúran gefa
lund okkar og lífskjörum.
Það er auðvitað ef samvinna á að eiga sér stað, að
henni verður bezt stjórnað frá Reykjavík, og aðallega þá
frá þeim vísindastofnunum, sem þar eru nú og kunna að
verða framvegis. Eg hugsa hér fyrst og fremst um Há-
skólann, Bókmentaféiagið, Fornleifafélagið, Náttúrufræðis-
félagið, Sögufélagið og Búnaðarfélagið, að því leyti sem
það getur komið til greina. Þessar stofnanir ættu að geta
unnið saman að þessu. Því að eins geta þær starfað, að
þeim sé veittur ríflegur styrkur af almannafé, og þykist
eg vita, að þing og stjórn muni fús á slíkt, eftir því sem
efnin leyfa. En það verður aldrei of sterklega brýnt
fyrir mönnum, að það á ekki að ætlasttilað
landssjóður geri alt. Hver sú stofnun í landinu,
sem nokkuð er til þjóðþrifa, á heimting á því, að hver
borgari í þjóðfélaginu, sem nokkuð má sín, styrki hana.
I útlöndum gefa einstakir menn oft miljónir til vísinda-
stofnana, háskóla, félaga og safna. Sumstaðar hefir jafn-
vel verið í lög leitt að leggja sérstakt gjald á alla íbúa
sveitarinnar eða bæjarins til að kosta bókasafn.
Þá er annað, sem þarf að gera, og það er að koma
á stofn vísindatímariti, einu eða fleirum. Við höfum að
eins þrjú, eitt allblómlegt, Safn til sögu Islands, tvö minnir
Arbók fornleifafélagsins og Skýrslu náttúrufræðisfélagsins,
sem oft hefir komið fram með ýmislegt þarft og nýtt, þótt
ekki sé hún fyrirferðarmikil. Rit fyrir íslenzka málfræði
vantar enn. Þjóðfræðistímarit er í vændum. Skyldi nú
ekki vera hægt að skyldar greinir, t. d náttúrufræði og
læknisfræði, yrðu saman um að gefa út stærri tímarit?
Eða ef menn heldur vilja halda þeim tímaritum áfram,
sem nú eru, og þá auka þau, ef peningar fást, mætti ekki
bæta við útdrætti úr helztu greinunum á einhverju heims-
máli, eins og víða er gert hjá öðrum smáþjóðum, eða jafn-
vel, t. d. í náttúrufræðisritum, skrifa þær við og við alveg;