Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 93

Skírnir - 01.12.1913, Page 93
Útlendar fréttir. 381 sór einnig til stórveldanna með tilmæli um málamiðlun milli sín og hinna mótstöðumannanna. Einkum var þeim tilmælum beint til Rússa, enda fór nú svo, að Rúmenir gengu í milli og hindruðu það, að Grikkir og Serbar gengju nær Búlgurum en orðið var, og voru nú Rússar og Austurríkismenn orðnir á eitt sáttir um, að svo skyldi vera. Var nú sett vopnahlé og stefnt til friðarfundar ( Nisch. Þar komu saman fulltrúar frá öllum ríkjunum, en síðan var sá fundur fluttur til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu, og friðarskilmál- arnir fuilgerðir þar. Þetta var í byrjun ágústmánaðar. Ekki vildu þó Grikkir og Serbar leggja niður vopnin fyr en útgert væri um, hvernig fundinum í Búkarest” lyki, og urðu jafnvel bardagar milli þeirra og Búlgara meðan á fundinum stóð, þrátt fyrir það, þótt vopnahló hefði verið samþykt af báðum. Á friðarfundinum í Búkarest urðu Búlgarar að ganga að flest- um þeim friðarkostum, pem hinir settu. Fyrst og fremst fekk Rú- menía auðvitað þann landskika, sem hún gerði tilkall til, en það eru 8 þús. ferkilóm, og er þá Rúmenia eftir ófriðinn 139 þús. fer- kílóm. að stærð með T1/^ miljón íhúa. Serbía fókk mestan hluta af héraðinu Kossovó og mikið af hóraðinu Monastír, alls 47 þús. ferkilóm. landaukning, og er hún nú orðin 95 þús. ferkílóm. að stærð og íbúatalan yfir 4 miljónir. Grikkland fókk, auk Kríteyjar, hór um bil helming af héruðunum Salónikí, Monastír og Janína, alls 45 þús. ferkílóm. landaukning, og er það nú 110 þús. ferkílóm. að stærð og íbúatalan á1/^ miljón. Auk þess mun það og fá mikið af eyjunum í Grikklandshafi. Montenegró fékk ekki mikla landáukn- ingu, en stórfó fær það aftur á móti fyrir það, að Skútaríborg og landið þar umhverfis, er Montenegrómenn höfðu unnið í styrjöld- inni við Tyrki, var af þeim tekið og lagt til Albaníu. Búlgaríu var einnig ætluð mikil landaukning í friðargerðinni í Búkarest: hálft Salonikíhórað, og svo alt landið yfir að takmarka- línunni frá Enos við Grikklandshaf til Midía við Svartahaf, er sett hafði verið landamerkjalína milli sambandsþjóðanna og Tyrkja á friðarfundinum í Lundúnum, en þetta var alls 46 þús. kílóm. En þegar hór var komið, höfðu Tyrkir tekið aftur mikið af þessu landi, svo að Búlgarar áttu það undir högg að sækja. Þeir voru óánægðir með sitt hlutskifti á Búkarestfundinum og sneru sér þegar til stór- veldanna og óskuðu að gerðir fundarins yrðu ekki samþyktar nema með vissum skilyrðum. Einkum hafði deila staðið á fundinum milli Grikkja og Búlgara um smábæinn Kavalla, sem er við Grikklands- hafið, rótt við takmarkalínuna, sem þar var sett milli Grikklands

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.