Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 14

Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 14
302 Um vÍ8Índalíf á íslandi. deild af félögunum, t. d. sögudeild og mittúrufræðisdeild, en fyrst um sinn mundi þess óvíða þörf. Félögin ættu öll að standa í sambandi við miðnefnd eða yfírfélag í Reykjavík, og í þeirri nefnd ættu einungis að vera fáir, úrvaldir og reyndir vísindamenn, og í sam- bandi við þá ættu að vera forstöðumenn safna og félaga þeirra, sem eg gat um. Þeir sem í félögin ganga skuldbinda sig til að safna fyrir þau því, sem fyrir þá er lagt, til lýsÍDgar á hérað- inu eða bænum. Fyrst og fremst lýsingar á náttúrunni. Sumir gætu safnað grösum, aðrir steintegundum eða skor- kvikindum. Enn aðrir söfnuðu þjóðsögum, gátum, þulum, upplýsingum viðvíkjandi einkennilegum venjum og alls konar hjátrú. Enn aðrir safna drögum til sögu bæja og kaupstaða, rita um húsabyggingar osfrv. Spurningalistar Bókmentafélagsins frá miðri 19 öld, þegar verið var að safna í sýslulýsingarnar, geta gefið mönnum góða bend- ingu, og má þó um fleira spyrja en þar er gert. Það má nú ekki við því búast, að félögin fyrst um sinn geti prentað mikið af því sem fæst á þennan hátt, enda má ganga að því visu, að mikið af þvi, einkum í byrjuninni, verður ónýtt hrafl, sem enga þýðingu hefir fyrir vísindin alment. En það getur haft mikla þýðingu fyrir mennina sem safna. Ogá því er enginn vafi, að talsverður hluti þess, sem safnað er í hverju héraði, getur haft afarmikla þýðingu. Náttúrugripi, sem safnað er, ætti sumpart að senda til Reykjavikur á safn þar, sumpart ætti hvert félag að styðja skólana innanhéraðs með því að koma þar upp náttúrugripasöfnum, þó í smáum stil sé, þar sem slíkt get- ur komið til tals. Ritgerðir og skriflegar athuganir ætti stjórn félagsins að rannsaka og senda það sem henni þykir nýtandi af því til miðnefndarinnar í Reykjavík, og er landsbókasafnið bezti geymslustaðurinn fyrir það, sem miðnefndin vildi halda þar; hitt væri sent aftur félags- stjórnunum. Það sem miðnefndin vill láta prenta, ætti hún svo að koma út í tímaritum þeim, sem hún á aðgang að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.