Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 45

Skírnir - 01.12.1913, Page 45
Ofan úr sveitum. 333 Og eftir því sem lengra kemur fram á vorið og gróð- urinn og birtan fer vaxandi, eftir því dreifast drunga- skýin og vorhugurinn gagntekur alla. Unga fólkið leitar út í »syngjandi vorið, með sólina og blæinn«, þar sem lyngið blómgast og lundurinn grær; má vera að þá verði stundum tveir og tveir í hóp, að minsta kosti er svo að skilja á vísunni: Leiðast tvö og lundurinn laufgaður til sín dregur, frá munni sveins að meyjar kinn mun nú skammur vegur. Slíkt er nú þeirra ungu. Hinir, sem troðið hafa barns- skóna og komnir eru til ára, taka vorinu með þakklátari hug. Birtan og hlýjan bætir úr svo mörgu eins og konan kveður: Eru það þeldökk þrautaský, sem þoka ei spöl úr vegi, er baðar sólin blómin ný bæði á nótt og degi. Þeir sem engin eiga skjól úti á grýttum vegi, verður ljúft að sjá þig sól svona snemma á degi. En hvað vorið vermir mig, víst er heimur fagur, með lífi og sálu lofa eg þig ljóss og sólar dagur. Og nú er að gæta þess að ná í hvern geisla, missa ekki af neinu sem vermt geti og glatt: Settu upp á glenta gátt gluggana alla sem þú átt og láttu streyma ljósið inn, það léttir undir baggann þinn.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.