Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 18

Skírnir - 01.12.1913, Page 18
306 Um vísindalíf á íslandi. aránægju og ekki ósjaldan í sálarþreki. Nú klingir í eyr- ,um sí og æ hið gjallandi heróp Mammons og hans þræla: »Græddu peninga fyrst, svo geturðu leyft þér aðra eins útúrdúra og vísindi og andlegar iðnir*. En eg vildi óska að það heróp megi aldrei æra vora þjóð. Eins ættum við ekki að sleppa úr miðaldamenningunni göfugasta einkenn- inu forfeðra vorra, hinnar fátæku bændaþjóðar, þ v í a ð unna vísindunum. Og vísindin gera engan mann að slóða i verklegum efnum. Það má sýna það og sanna, að margir menn, sem hafa unnið baki brotnu sem bænd- ur, kennarar, læknar, kaupmenn, bankamenn, embættis- menn, og í öðrum stöðum í mannfélaginu, hafa líka þrátt fyrir það gert margt og mikið í þaríir vísindanna, þó þeir hafi einungis getað sint þeim í tómstundum sínum og þær verið af skornum skamti. Einmitt af því, hvað við vorum fátækir og fámennir, verður miklu meiri nauðsyn fyrir okkur en aðrar þjóðir að vera samtaka í þessu, eins og öllu öðru sem til þjóð- þrifa heyrir, og umfram alt ekki eyða tímanum í ónýtt þref um smáatriði í þessu né öðru, heldur þegar i stað taka til starfa í fullri vissu um, að öli heiðarleg vinna, sem til góðs miðar, hvort sem hún er andleg eða líkam- leg, er gott verk og guði þóknanlegt.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.