Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 53
Nokkur orð um islenzkan ljóðaklið.
341
II. Liðir og lotur.
í íalenzku hvílir aðaláherzlan (orðþunginn) jafnan á
fyrsta atkvæði (raddhljóði) hvers orðs. Þess vegna eru
bragliðir í íslenzkum ljóðum yfirleitt harðir1), stigin á
undan hnigunum; íslenzk vísuorð verða ekki mjúkliða, þó
að þau byrji á raddléttu atkvæði (einu eða tveimur), það
eða þau eru þá forskeyti (Auftakt), en ekki upphaf
á rajúklið, t. d.:
Ó fög-ur l„ er vor 1 , fóst-ur 1 „ jörð — 1,
Þú blá-fjalla 1 „ geim-ur með 1 , heið-jökla 1 „ hring — 1 ,
Þegar ljóð er flutt (lesið, þulið), hópast bragliðirnir í
1 o t u r með smáhvildum á milli. Hver lota heitir vísu-
orð og á að rita það í einni línu (þeim til leiðbeiningar,
sem lesa). Það ber við, að hvíld milli lotna hverfur, t. d.
af því, að raddlétt atkvæði er sett í hana.
Menn villast nú alloft á því (skáldin lika), að þeir
búta ferliða vísuorð sundur í 2 tvíliða vísuorð, enda þótt
allir 4 liðirnir heyrist glögt í einni lotu. Til dæmis má
nefna: »Pönnusmíði« eftir Stefán Olafsson (Kvæði eftir
St. Ó1 I. Khöfn 1885, bls. 79) og »Sveitakveðja« (Snót,
Akureyri 1877, bls. 61).
*) í frisk-ur hvilir t. d. allur raddþunginn á fyrra atkvæðinu.
I mæltu máli hleðst nú efnisþunginn ofan á orðaþungann og veldur
miklum mun á raddþunga orðanna, oft líka miklum mun á merkingu
setninganna, t. d.:
Eg er frisk-nr (hvað sem öðrum líður);
1» I,
Eg er frisk-ur (hvað sem hver segir);
I, I f
Eg er frisk-ur (það vantar ekki).
I, I „
I vönduðum kveðskap verður mesti efnisþunginn að vera þar sem
stigþunginn er mestur; góð skáld brjóta stundum þetta lögmál —
klaufarnir iðulega.