Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 77
Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins.
365
gert ráð fyrir að summa hornanna í þríhyrningi sé minni
en 180°. Ýmsir hafa nú hallast að þeirri skoðun, að rúm
vort væri í rauninni »hýperbólurúm«, þó þannig, að hin
áðurnefnda hornasumma væri afarnálægt 180°. Meðal
þeirra var hinn heimsfrægi þýzki vísindamaður Gauss,
einhver hinn mesti stærðfræðingur, sem nokkurntíma hefir
uppi verið. Bæði hann og Lobatschefskij gerðu ýmsar ná-
kvæmar þríhyrningamælingar þessu til sönnunar; en það
hefir síðar verið sýnt fram á það, að slíkt verður ekki
sannað með mælingum'(sbr. myndirnar í kúluspeglinum).
Oft er svo að orði komist að öll hreyfing sé »relativ«
og mætti kalla það »afstæð« á íslenzku. Um tvo hluti,
sem hreyfast þannig, að annaðhvort stefnan milli þeirra
eða fjarlægðin milli þeirra breytist, er sagt að þeir hreyf-
ist »hvor gagnvart öðrum«, en breytist hvorugt, er sagt
að þeir hreyfist eins, eða séu »kyrrir hvor gagnvart, öðr-
um«. I fyrra tilfellinu eru hlutirnir á »afstæðri hreyf-
ingu«, en í hinu síðara »afstætt kyrrir*. Tveir menn
eru afstætt kyrrir, efí þeir eru samferða eftir beinni
götu. Þeir hreyfast ekki hvor gagnvart öðrum. Fyrir
hraðamál ætla eg að velja þann hraða, sem svarar
til þess að hlutur fari 1 kilómetra á 1 klukkutíma;
þessa hraðaeiningu merki eg með stafnum »h«. Hraðinn
5 h þýðir þá hraða sem svarar 5 km. ferð á hverjum kl,-
tíma o. s. frv. Að hreyfingin sé afstæð eða hraðinn, þýðir
nú það, að tveir menn, A og B, dæmi ekki eins um hraða
þriðja manns, C, ef þeir hreyfast hvor gagnvart öðrum,
og verður þó ekki sagt að annar hafi réttara fyrir sér
en hinn. Hugsum oss C á sundi, A í áralausum bát, en
B á landi. Nú skyldi vera straumur í vatninu og C skyldi
synda á móti honum. Þá gæti A t. d. mælst að hraði C væri
4 h, en B að hann væri 3 h; þeim ber því ekki saman um
hraðaeininguna. Væri nú verið að dæma um s u n d h æ f i -
leika C, þá hefði A réttara fyrir sér; en þegar verið
er að dæma um h r a ð a n n eingöngu, án tillits til þess
hvernig hann er tilkominn, væri nær að segja að B hefði
réttara fyrir sér; en það er þó ekki rétt á litið, þvi að