Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 69
Nokkur orð um íslenzkan ljóðaklið.
357
tilbreytni m ý k i r kliðinn og á því einkum heima í ís-
lenzkri ljóðagerð, af því að íslenzkan er öll harðliða, svo
að ljóðakliðurinn verður jafnan mjög harður, ef hvort-
tveggja er hart, bæði liðir og tviliðir. Kaddlétt forskeyti,
sem nú eru svo tíð, mýkja kliðinn eigi all-lítið, en ekki
líkt því eins vel og risgengir tvíliðir. 0g mestan fögnuð
fær það íslenzkum eyrum, ef tvíliðirnir rísa og falla á
víxl og vel er áhaldið. Þess vegna er ljóðahátturinn
einna kliðfríðastur allra íslenzkra bragarhátta — ef rétt
er ort og rétt þulið.
Enn í dag lesa allir íslendingar mörg af fornkvæðun-
um, en flestum heyrast þau mörg vera kliðstirð — af því
að enginn kann að þylja þau. Síðan eg fann þau lögmálr
sem hér heflr verið lýst, er mér sem þessi fornu ljóð hafi
losnað úr álögum og kliðurinn í þeim orðinn yndi eyrna
minna. En engum hefir þó — að mér finst — tekist eins
vel upp, eins og Agli Skallagrímssyni, þegar hann kvað
sig úr Heljar greipum. »Höfuðlausn« er kliðsnjallasta
kvæðið í mínum eyrum — síðan eg fann kliðinn. En
honum verður ekki lýst í fám orðum* 1).
Lýkur hér þessu máli.
Á sumardaginn fyrsta 1913.
J) Yo. eru fiest þríliða og kliðurinn sami og í stuttu vo. ljóðahátt-
ar (miðliður og endaliður lúta sömu lögum og þar). Sum vo. eru tviliða,.
en þaa enda öll eins og dróttkvæð vo. (næstsíðasta atkvæði langt), og
á að þylja þau í 3 dynjum, siðara liðinn i 2 dynjum, eins og endaliðinn
i dróttkvæðu. Innan þessara vébanda er ýmiskonar tilbreytni, sem veld-
ur miklum fegurðarauka.