Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 55
Nokkur orð um islenzkan ljóðaklið.
343
í ljóðaklið verða kliðbylgjurnar jafnan að lenda á áherzlu-
atkvæðum1), — hvort sem þau nú eru seimdregin eða
seimlaus — og eru þá þau áherzluatkvæði kölluð s t i g
og hér auðkend feitu letri, en öll önnur atkvæði, sem eru
raddléttari í kliðinum, eru kölluð h n i g og merkt með
grönnu letri, og geta það líka verið ýmist löng eða stutt
atkvæði og jafnvel áherzluatkvæði i sundurlausu máli. Með
merkjunum - og „ er gefið í skyn, hvort raddbylgjan
(stigþunginn) i dyninum er í meira lagi (») eða minna
lagi ( i). Stigþungann má auka með því að herða áherzl-
una á stigatkvæðinu, en líka með því að auka seimdrátt-
inn (draga seiminn á stigatkvæðinu), en það verður (í
fornu máli) því að eins gert, ef stigatkvæðið er langt.
Þegar menn þylja forn ljóð, má ekki gleyma
því, að seimdrátturinn réð þar meiraen
áherzlan, en í nútíðarljóðum ræður áherzlan vanalega
mestu utn stigþungann. Mörg forn kvæði þykja nú stirð
(kliðskökk); en sé þess gætt í framburðinum, að láta seim-
dráttinn ráða meira en áherzluna, þá er oft eins og þau
losni úr álögum, verða þá kliðrétt og óma þýtt í eyrum.
Ymsir bragfræðingar hafa aðgætt mjög vandlega stig-
in og hnigin í íslenzkum fornkvæðum og atkvæðafjölda t
hverju vísuorði og lengd atkvæðanna. Rannsóknir Sievers
þar að lútandi eru langmerkastar (F. J. bls. 10—11). Þess-
ir fræðimenn hafa einnig gefið fullan gaum að liðafjöldar
hendingum og ljóðstöfum (stuðlum og höfuðstöfum).
Þó eru margar gátur óráðnar enn í íslenzkri brag-
fræði, og er ekki að furða, því að alt til þessa hafa ís-
lenzkir fræðimenn haft litlar gætur á því, sem mestu varð-
ar í hverjum bragarhætti, en það er kliður háttarins. Klið-
urinn er lif og sál i hv'erjum bragarhætti. Þegar um
gamla hætti er að ræða, verður það oft mestur vandinn.
að finna rétta kliðinn.
En þær rannsóknir hafa verið vanræktar. Má færa
augljósar sannanir fyrir því.
‘) Geta þó stnndum fallið á atkv., sem hafa aukaáherzlu (t. d. Oln/'ur);
um þær áherzlur verður ekki rætt hér (F. J. bls. 15).