Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 16

Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 16
304 Um visindalif á íslandi. Eg nefni þetta dæmi sérstaklega og tala ítarlega um það, af því eg sjálfur þekki nokkuð til slíkra starfa, og svo af því eg sé, að þetta er eitt af því sem mest ríður á og er auðveldast að gera. En það mætti nefna mörg fleiri dæmi. Lif lægri dýra er lítt rannsakað á Islandi. Ef 1—2 menn í hverju héraði vildu safna þeim að Stað- aldri og senda miðnefndinni eða náttúrufræðissafninu i Iieykjavík, mundi ekki lítið ávinnast. Þetta er þó erfiðara en orðasöfnunin, því það er alveg nauðsynlegt, að safn- endur þesskonar dýra hafl nokkra undirstöðuþekkingu á því sviði, ef í lagi á að vera. Mér dettur ekki í hug, að félögin okkar og samband þeirra geti fyrst framan af kept við útlendu félögin, sem eiga ólíkt hægra með alt, að því er snertir stærð og fjölda útgefinna rita. En þótt vinna íslenzku félaganna hljóti að vera í smærri stíl, af því við erum fámennari og fá- tækari þjóð, þá getur þó ekki hjá því farið, ef hugur fylgir máli, að hún verði til mikillar blessunar. Við verðum að byrja fljótt á þessu. Nú stendur Is- land á tímamótum, svo alvarlegum og þýðingarmiklum, að þjóðin hefir aldrei áður verið eins stödd. I þau rúm- lega þúsund ár, sem nú eru liðin, síðan landið bygðist, heíir bænda- og sveitamenningin, sem forfeður vorir fluttu með sér frá Noregi, ríkt einvöld. Upp í sveitunum áttum við heima, þjóðin var bændaþjóð, kaupstaðir risu seint, voru litlir og lítilmagnar og þjóðlegrar menningar gætti þar lítið. Landið stóð í stað, og miðaldirnar og þeirra hugsunarháttur, sem víðast er horfið fyrir löngu í Norður- álfunni, lifðu góðu lífl áfram á íslandi fram á okkar daga. Þjóðtrú og þjóðsiðir, verzlunarástand, efnahagur, og ekki sízt búnaðarhættir eru þessa órækur vottur. Nú er alt þetta að breytast, nýi tíminn að komast á, en miðaldirnar að hverfa. Hugmyndir nýja tímans hafa að vísu við og við gægst inn á ísland, en fá hafa þau íslenzk hjörtu verið, sem þær hafa fest rætur í, og menn- ing nýja tímans hefir komist inn i enn færri. En nú er hið forna á förum, bæði kostir og gallar, og kemur aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.