Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 51
Nokkur orð um íslenzkan ljóðaklið.
Eftir Guðm. Björnsson.
F o r m á 1 i.
Jón heitinn Þorkelsson, rektor, kendi mér margt í ís-
lenzkri bragfræði á skólaárum mínum. Hinar víðfrægu
ritgerðir E. Sievers komu út um það leyti; lét rektor mig
lesa þær; hafði hann kenningar Sievers í hávegum og
skýrði þær fyrir mér og hefi jeg aldrei getað gleymt
þeim frseðum.
Nú er hlustun og bang (Auscultatio og Percussio)
ein hin gagnlegasta læknisrannsókn, en afar vandlærð,
svo að ’fáir læknar kunna til hlítar. A yngri árum leit-
aði eg allra bragða til að skerpa og venja heyrn mína,
í því skyni að komast sem lengst í þessari vandasömu
læknislist, að hlusta sjúklinga. Fyrir þá sök lagði eg
stöðuga stund á að gefa nánar gætur að öllum klið í ljóð-
um og lögum. Eg hefi lika verið læknakennari í 17 ár og
jafnan orðið þess var, að söngelskir og hljómglöggir náms-
menn eiga langhægast með að læra að hlusta sjúklinga.
Af þessum ástæðum hefir skilningur minn á íslenzkum
Ijóðaklið þroskast og mér hefir smámsaman orðið ljóst,
að ýmsar kenningar bragfræðinganna eru skakkar; jafn-
framt hefi eg rekist á ýmislegt, sem menn hafa ekki tekið
eftir áður, svo að eg viti. Fyrir skömmu sagði eg Finni
próf. Jónssyni frá mínum skilningi á dróttkvæðum hætti;
hefir hann spurt mig, hvað mér litist um ljóða-
háttinn, sem mönnum hefir þótt torskildastur. Fyrir þá
sök hefi eg samið þessa stuttu ritgerð. Granni minn,
22*