Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 56
344
Nokkur orð um islenzkan ljóðaklið.
Það er gamalkunnugt, að í ferliða visuorðum (bæði
heilum og stýfðum) eru 1. og 3. Jiður yfirleitt stigþyngri
en 2. og 4. liður; fyrir það klofnar vísuorðið í tvær deild-
ir og eru þær hvor um sig kallaðar tviiiðir. af því að
tveir bragliðir eru í hvorri þeirra. í þessum visuorðum
Fann-a skautar fald-i há-um —
I ,, I , I rr 1 r
fjall-ið allr-a hæð-a val —
I „ I , I „ I ,
er auðheyrt, að stigþungiiyi er mun meiri í 1. og 3. en í
'>''2. og 4. lið. »Fanna skautar« er fallgengur tviliður, af
þvi að síðari stigþunginn er minni en sá fyrri.
Nú segir Ph. Schweitzer (Tímarit Bókmentafélagsins
VIII. bls. 316—318), að tvíliðirnir í ísienzkum ljóðum séu
á v a 11 fallgengir. Við þeirri kenningu hefir enginn hagg-
að, — og þó er auðfundið, að hún er röng.
I islenzkum kveðskap eru tviliðirnir mjög oft risgengir,
t. d. í þessu alkunna erindi:
Of-an lúð ir fjall-ið fór-u —
I , I „ I , I „
foru-ar slóð ir lilj-u ranns -r
Ef gætt er að kliðnum í ferskevttum visum, þá er
fljótlieyrt, að tvíliðirnir í þeim eru að vísu alloftast fall-
:gengir, en hitt þó býsna títt, að þeir eru risgengir, t d.:
Ver-öld flá-a sýn ir
1 , 1 tt 1 r
sú mér spá-ir hörð u —
1 , 1 tt 1 r
Yfirleitt verða tvíliðirnir í isgengir i hringhendum vís-
um, en þó líka oft í öðrum ljóðuin. í »Isl. þjóðl.« eftir
Bjarna Þorsteinsson, Kh. 1906 09, má finna mjög mörg
rímnalög með risgengum tvíliðuin, t. d : »Góða siði ven
_þig við« (bls. 8-9).