Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 54

Skírnir - 01.12.1913, Page 54
342 Nokkur orð um íslenzkau Ijóðaklið. III. Kliðurinn í íslenzkum Ijóðum. í öllu tali gerir röddin ýmist að vaxa eða sljákka. í sundurlausu máli er ekkert fast skipulag á þessum radd- brigðum; bilin milli raddbylgnanna eru þar allavega mislöng. En í ljóðum og lögum hefjast raddbylgjurnar með jöfnum millibilum og valda skipulegum, geðfeldum klið. Hver kliður skiftist'því í stutt tímabil, sem öll eru j a f n 1 ö n g, og þau má kalla d y n i (takta) af því að það eru raddardynir (raddbylgjur), sem marka þessi bil. Við heyrum dynina í ljóðum, hvort heldur þau eru þulin eða sungin. Þau atkvæði (eitt eða fleiri), sem heyr- ast í hverjum dyn, eru kölluð bragliður eða liður1). Kliðurinn er réttur, ef tímabilin milli raddbylgnanna (upphafa þeirra) eru öll jafnlöng — dynirnir jafnlangir2). Til þess að halda réttum klið í söng er haft það ráð, að »drepa dyninn* (»slá taktinn«). Til þess að finna, hvort ljóð er kliðrétí, er öruggast að »k 1 i f a« (»skandera«) hverja vísu, o: drepa högg með hendi eða fæti í hvert sinn sem röddin stígur; fer þá jafnan svo, að höggið fellur rétt um leið og raddhljóðið hefst í þvi atkvæði, sem stendur t stigi bragliðsins, t. d.: Kveld-a tek-ur sezt er sól — I „ I , I „ I , Málstafirnir í upphafi stigatkvæðanna eru þvi eins konar forskeyti, sem í raun réttri heyra til næsta lið á undan. Atkvæði (samstöfur) orðanna eru ýmist löng (s e i m- d r e g i n) eða stutt (s e i m 1 a u s); í fornöld var þessi munur miklu meiri og skýrari í íslenzkunni en nú á dögum og fór eftir öðrum reglum (F. J., bls. 12). Mikill seimdráttur verður hér merktur Á h e r z 1 a n (orðþunginn) er alt annað, hún hefir jafuan hvílt á upphafsatkvæði orðanna í íslenzku, en þau atkvæði eru ýmist seimdregin eða seimlaus. ‘) Stundum er einn dynur í lagi látinn taka yfir tvo bragliði í ljóðinu. a) Þegar ljóð er þulið, má þó hægja kliðinn i svip, eða hraða honum — líkt og i söng.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.