Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 10
298
Um vísindalíf á íslandi.
vega það sem þarf af þess konar ritum til notkunar fyrir
sérfræðinga í sögu íslands. Hvað mikið er eftir að rann-
saka í Islandssögu er kunnugra en frá þurfi að segja. Að
vísu er mikið af heimildarritum til í útlendum söfnum,
en það ætti samt ekki að gera svo mikið til, aðalefnið
fyrir sögu síðari tíma er heima, og það sem erlendis er,
má smámsaman afrita og gefa út eftir þörfum. Eg hefi
þá von, að hið nýstofnaða Islenzka Fræðafélag í Kaup-
mannahöfn muni verða til þess að fylla hér skarð, og
geti gert vísindaiðkunum heima á íslandi talsverðan greiða,
þegar fram líða stundir.
Þá vil eg að lokum nefna einn flokk vísindagreina,
sem ætla má að hægt sé að stunda að nokkru leyti, en
það eru náttúruvísindi, að því er snertir náttúru íslands.
Þó stendur hér svo á, að þar sem ekki er hægt að fá
fullnaðarþekking i neinni grein náttúrufræðinnar nema á
vísindastofnunum, sem eru útbúnar með ýmsum söfnum
og gripum, sem ekki er tilhugsandi að við getum fyrst
um sinn komið á fót á Islandi, þá liggur það í augum
uppi, að þeir sem slík vísindi vilja stunda alvarlega, verða
að fá undirstöðuþekkinguna við erlenda háskóla. En á
Islandi má halda áfram. Þar má safna athugunum um
öll okkar náttúrufyrirbrigði, safna jurtum, dýrum og stein-
um, safna veðurathugunum, rannsaka breytingar á lands-
lagi, hveri, hraun og eldfjöll. Við höfum á okkar eigin
dögum séð, hvað okkar mikli vísindamaður, Þorvaldur
Thoroddsen, gerði, meðan hann dvaldist á Islandi í illa
launuðu embætti við latínuskólann. I þess manns spor
ættu fleiri að ganga; nokkrir hafa reynt það, sér og land-
inu til sóma, en verkefnið er óþrjótandi, og margir fleiri
þurfa að reyna enn.
Enn eru búfræðisvísindin ótalin. Vísindaleg rannsókn
á ýmsu, sem viðvíkur búfræði, ætti að geta þrifist með
tímanum. Efnarannsóknarstofa sú, sem stofnsett heflr
verið í Reykjavík, er afarnauðsynleg og gott spor í rétta
átt. Eg býst við það eigi langt í land, að við getum eign-
ast reglulegan landbúnaðarháskóla, sem geti kept við líkar