Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 14

Skírnir - 01.12.1913, Page 14
302 Um vÍ8Índalíf á íslandi. deild af félögunum, t. d. sögudeild og mittúrufræðisdeild, en fyrst um sinn mundi þess óvíða þörf. Félögin ættu öll að standa í sambandi við miðnefnd eða yfírfélag í Reykjavík, og í þeirri nefnd ættu einungis að vera fáir, úrvaldir og reyndir vísindamenn, og í sam- bandi við þá ættu að vera forstöðumenn safna og félaga þeirra, sem eg gat um. Þeir sem í félögin ganga skuldbinda sig til að safna fyrir þau því, sem fyrir þá er lagt, til lýsÍDgar á hérað- inu eða bænum. Fyrst og fremst lýsingar á náttúrunni. Sumir gætu safnað grösum, aðrir steintegundum eða skor- kvikindum. Enn aðrir söfnuðu þjóðsögum, gátum, þulum, upplýsingum viðvíkjandi einkennilegum venjum og alls konar hjátrú. Enn aðrir safna drögum til sögu bæja og kaupstaða, rita um húsabyggingar osfrv. Spurningalistar Bókmentafélagsins frá miðri 19 öld, þegar verið var að safna í sýslulýsingarnar, geta gefið mönnum góða bend- ingu, og má þó um fleira spyrja en þar er gert. Það má nú ekki við því búast, að félögin fyrst um sinn geti prentað mikið af því sem fæst á þennan hátt, enda má ganga að því visu, að mikið af þvi, einkum í byrjuninni, verður ónýtt hrafl, sem enga þýðingu hefir fyrir vísindin alment. En það getur haft mikla þýðingu fyrir mennina sem safna. Ogá því er enginn vafi, að talsverður hluti þess, sem safnað er í hverju héraði, getur haft afarmikla þýðingu. Náttúrugripi, sem safnað er, ætti sumpart að senda til Reykjavikur á safn þar, sumpart ætti hvert félag að styðja skólana innanhéraðs með því að koma þar upp náttúrugripasöfnum, þó í smáum stil sé, þar sem slíkt get- ur komið til tals. Ritgerðir og skriflegar athuganir ætti stjórn félagsins að rannsaka og senda það sem henni þykir nýtandi af því til miðnefndarinnar í Reykjavík, og er landsbókasafnið bezti geymslustaðurinn fyrir það, sem miðnefndin vildi halda þar; hitt væri sent aftur félags- stjórnunum. Það sem miðnefndin vill láta prenta, ætti hún svo að koma út í tímaritum þeim, sem hún á aðgang að.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.