Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 6
230
Snorri Stnrluson.
[Skírnir.
sónunni og skekkir viðleitni hennar. En enginn sakar
bóndann eða kaupmanninn, þó að þeir vilji græða fé, því
að féð er skilyrði fyrir viðgangi búsins og verzlunarinnar.
•Og á sama hátt var féð í bendi íslenzks höfðingja á 13.
öld meðal til þess að ná meiri völdura. Snorri fær fé sitt,
að svo miklu leyti sem séð verður, á löglegan hátt, en
hinu verður ekki neitað, að sinka hans við syni sína,
-þegar þeir vilja festa ráð sitt, er nærri óskiljanleg og
verður ekki afsökuð.
En einu má ekki gleyma. Snorri þurfti fjárins meir
■en flestir aðrir. Hann varð að ríða með fjölmenni til al-
þingis, til þess að láta til sín taka. Auðurinn og mann-
tjöldinn urðu að vera honum að bakhjalli til þess að bæta
upp skort hans á einbeitni og harðfylgi. Því að þó
að Snorri framar öllu öðru vildi vera mikill höfðingi,
þá skorti hann ýmsa mikilvæga eiginleika til þess að
•vera það.
II.
Fáein dæmi úr æfisögu Snorra munu sýna betur, við
'hvað eg á, en nokkur almenn lýsing.
Eftir að Snorri kom aftur frá Noregi árið 1220, ýfðust
■Sunnlendingar mjög við hann og mest Björn Þorvalds-
aon, tengdasonur Orms Jónssonar, er Austmenn höfðu
vegið. Þótti þeim sem hann mundi standa á móti því,
að þeir kæmu fram eftirmáli um víg Orms. Gekk Björn
i berhögg við Snorra, og »spurði, hvort hann ætlaði að sitja
fyrir sæmdum þeirra um eftirmál Orms. En Snorri duldi
þess. Björn lét sér það ekki skiljast, og hélt þar við
heitan« (Sturl. II, 88). Og »Sunnlendingar drógu spott rnikið
að kvæðum þeim, er Snorri hafði ort um jarlinn«.
Það er engin furða, þó að Snorra hafi verið þungt í
skapi við Björn. Hann var hér hafður fyrir rangri sök
og hafði búist við öðrum viðtökum. Snorra hafa því þótt
það góð tíðindi, er fjandskapur hóist með Birni og Lofti,
syni Páls biskups, enda »sendi Loftr menn til Snorra og
kærði mál sín fyrir honum, og var það sumra manna