Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 1
Snorri Sturluson.
Brot úr mannlýsingu1)-
I.
Snorri Sturluson var ekki einn af þeim mönnum, sem
þurfa að beina öllum kröftum sínum að einu takmarki til
þess að geta komið nokkru í verk, því að varla hefir
nokkur Islendingur lifað jafnfjölbreyttu lífi og hann. Hann
var lögsögumaður, eigandi margra goðorða, átti í sífeldum
deilum, bæði á alþingi og í héraði, og reisti rönd við mestu
höfðingjum, sem honum voru samlendir. Hann var tví-
vegis utan, komst þar í kynni við Hákon konung og Skúla
hertoga, þá af þeim gjafir stórar og nafnbætur, og átti
ekki einungis hlut í, hver afskifti þeirra urðu af Islandi,
heldur virðist líka hafa gerst maður Skúla, eftir að þeir
konungur voru orðnir ósáttir. Hann lagði mikla stund á
að safna auði, átti mörg bú og stór, var hinn »mesti fjár-
*) Grrein þessi á ekki að vera nein æfisaga. Eg drep að eins á þá
viðburði í lífi Snorra, sem að einhverjn leyti lýsa manninum, og þá
auðvitað hvorki í tímaröð né samhengi. Og lýsingin er heldur ekki
nema brot. I ritum Snorra mætti henda á ýmislegt, sem lýsir mannin-
nm, svo að eg tali nú ekki um rithöfundinn. Eg hefi einkum heint at-
hygli minni að höfðingjanum Snorra, en hefði þó, ef vel hefði átt að
vera, þurft að segja miklu meira frá samtímamönnum hans og aldarand-
anum. En vonandi þekkja flestir, sem þetta lesa, Stnrlunga sögu meira
eða minna. Eg hefi vitnað í Reykjavíkur-útg., því að hún mnn í flestra
höndum. — Á síðari tímum hafa margir ritað æfisögu Snorra (m. a.
Finnur Jónsson biskup, P. A. Munch, Boesen, Grustav Storm, Jón Sig-
nrðsson, Einnnr Jónsson prófessor) og hefi eg beinlínis og óbeinlínis
haft mikil not af því, þó að eg auðvitað alstaðar hafi reynt að skilja
heimildirnar eins og mér sjálfum fanst liggja beinast við.
15