Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 56
280
Benrögu.
[Skírnir.
mótstöðumennina og vinna þeim sem allra mest tjón,.
sbr. vísu Egils:
„Farit hef ek blóðgnm brandi“ o. s. frv. (Egils saga bls. 121).
Dagleg vígaferli gjörðu þá harða og tilfinningarsljóva fyrir
sársaukanum, svo vér sjáum þá bamast og halda áfram
að berjast, þó af þeim sé höggvin hönd eða fótur. Þor-
móður kveður vísu með spjótið í hjartanu »ok deyr stand-
andi upp við búlkann». Og Jökull Bárðarson situr ró-
legur og raular vísu, meðan konungurinn lætur höggva
hann með bitlitlu vopni:
Svíða sár af mæði
setit hef’k opt við betra,
nnd es á oss sús sprændi
ótranð legi rauðum o. s. frv.
Flestir kannast við, hve Jómsvíkingar urðu karlmann-
lega við dauða sinum o. s. frv.
Þessar sögur eru auðvitað nokkuð ýktar í munnmæl-
um mann fram af manni, en sannar þó í megindráttum.
— Hins vegar eru mörg dæmi þess i sögunum, að ekki
voru allir hetjur. Sumir báru sig illa undan sárunum og
nægir að benda á bóndann, sem kom inn í hlöðuna á
Stiklastöðum og fór að gjöra gys að hinum særðu mönn-
um þar, hve þeir báru sig illa. Þormóður tók því svo
illa að hann
„hjó til hans sverði ok slæmdi af honum háða þjóhnappana, en
hóndi kvað við hátt með miklum skræk og þreif til þjóhnappanna háð-
um höndum. Þormóður mælti þá: Þér er illa saman farit, er þú finnur
at þreki annara. Þar þú ert þreklaus sjálfur. En hér eru margir mjök
sárir ok vælar engi þeirra, en þú bræktir sem geit blæsma ok veinar
sem merr, þó at þú hafir eina vöðvaskeinu litla“. (í’br.saga bls. 145).
Ægilegar eru sumar bardagalýsingarnar í fornsögum
vorum og fornaldarsögum, eins og t. d. þar sem lýst er
framgöngu kappanna hans Hrólfs kraka, er þeir hlóðu
valköstum kringum sig svo háum, að varla varð yfir kom-
izt. Eða tökum t. d. framgöngu Þormóðar á Stiklastöðum:
„Þat hafa menn at ágætum gjört, hversu rösklega Þormóður Kol-
hrúnarskáld barðist á Stiklastöðum, þá er Ólafur konungnr féll, þvi at
hann hafði hvárki skjöld né brynju; hann hjó ávalt tveim höndnm með