Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 31
Skírnir].
Snorri Sturlnson.
255'
En þyngst af öllu verða rit Snorra á metunum, er
dæma skal um feril hans i heild sinni. Þar fann hann
það takmark, sem var meira en eigin metorð, þar vann
hann að af háleitri innri hvöt og hugði sér lítt til lofs
fyrir. Þar var óðalið, sem hann var til borinn, og hefði
hann fallið á allri þeirri eign sinni, hefði hann verið
heilagur, eins og Olafur Haraldsson. Margir mestu rithöf-
undar heimsins hafa lifað lífi sínu með líkt upplag og
Snorri, og ekki orðið að fundið. Þeir hafa ekki lifað í
sama umhverfi og íslenzkur höfðingi á 13. öld.
En ættum vér þá að óska, að Snorri hefði tekið þann
kost að verða krúnurakaður klerkur eða friðsamur bú-
andmaður með hugann allan við bókleg störf? Eg held
ekki. Að vísu hefðu verk hans þá orðið fleiri og stærrir.
því að starfsþrekið hefir verið frábært. En bækur verða
ekki metnar í pundum, og þeir rithöfundarnir eru ekki
síztir, sem leggja alla reynslu fjölbreyttrar æfl í eina eða
tvær bækur. A margan hátt hafa rit Snorra notið góðs
af æflferli hans, eins og hann var. Stíll hans ber vott
um smekkvísi höfðingjans og er laus við lærdómstildur
og munkamærð. Hann er víðsýnn og frjáls í hugsun og
ekki bundinn við kreddur neinnar stéttar. Reynsla hans
er fjölbreytt og mannþekkingin djúptæk, þess vegna bera
ræðurnar í Heimskringlu og frásögnin um samninga og
ráðstafanir af flestu öðru i þeirri grein. Og metorðagirni
Snorra, sú sama sem veldur svo mörgu öðru í fari hansr
leggur líka ljómann um höfðingjalýsingar Heimskringlu.
Snorri varð aldrei jarl yflr Islandi, en hann var konung-
ur í ríki sögunnar. Og mikið af því dýrmætasta í bók-
mentum heimsins er á öllum öldum orðið til við ljómann
af þeim neista, sem kviknar, þegar hugur snillingsins
ræður til stökks frá hversdagskjörum þeim, sem eru hlut-
skifti hans, til draumaheimsins, sem er takmark hans.
Sigurður Nordal.