Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 11
:Skírnir].
Snorri Sturluson.
235
; því ríki, að auðsætt er, að ekkert gat knúið hann til þess
að láta það af hendi, nema skortur á orku og áræði til
; þess að verja það.
Og jafnvel á banadægri sínu gerir Snorri ekkert til
þess að verja fjör sitt. I stað þess að snúast til varnar
með þeim föngum, sern til voru, eða reyna sjálfur að ná
tali af Gissuri og bjóða sættir, flýr hann stað úr stað. Og
þegar böðlarnir eru yfir honum i kjallaranum, gerir hann
-síðu8tu tilraunina til þess að fá frest, er hann tvítekur
■ orðin: »Eigi skal höggva« (Sturl. II, 351). En það er
eins og orðin séu töluð út í myrkrið og ekki beint fram-
an í böðlana. Enda voru þau að engu höfð1).
Sagan um Snorra og Solveigu í Odda lýsir Snorra
enn vel og frá nokkuð öðru sjónarmiði. Eftir lát Sæ-
mundar i Odda kusu synir hans Snorra til þess að skifta
arfi milli þeirra systkina. Fór Snorri suður og gisti að
Keldum hjá Solveigu Sæmundardóttur og Valgerði móður
hennar. »Var hann þar í kærleikum miklum við þær
mæðgur, og fór Solveig í Odda með honum. En er þau
riðu frá Keldum, reið kona á mót þeim og hafði flaka-
i úlpu bláa og saumuð flökin að höfði henni; hafði hún það
fyrir hattinn; einn maður var með henni. En það var
Hallveig Ormsdóttir, er þá var féríkust á Islandi. Snorra
þótti hennar ferð heldur hæðileg og brosti að. Snorri fór
si Odda og stilti svo til, að Solveig hafði koseyri af arfi,
þeim er hún rétti hendur til« (Sturl. II, 118—119). En
um vorið bað Sturla Sighvatsson Solveigar og fekk henn-
ar. »Fár var Snorri um, er hann frétti kvonfang Sturlu,
og þótti mönnum sem hann hefði til annars ætlað« (Sturl.
II, 120). En um þetta leyti andaðist Kolskeggur auðgi,
og tók Hallveig Ormsdóttir fé hans alt. Þá fékk Snorri
Þorvald Gissurarson, fyrverandi tengdaföður Hallveigar,
til þess að hlutast til um, að hún gerði félag við hann og
færi til bús með honum. Voru þau Snorri síðan ásamt
*) Storm segir um þessi orð: (Snorri) „forsögte endnu, vant som
han var til at befale, at imponere drabsmanden“. En bann þýðir:
_„ikke skal d u hugge“ — og það er ekki alveg sama.