Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 20
244
Snorri Stnrluson.
[Skírnir.
inótmælt, af Fr. Paasche, að réttmætt væri að tala um
skynsemistrú (rationalisme) í sambandi við Snorra og höf-
und Fagurskinnu. »Hvert áttu þeir að sækja þvilíkar
hugmyndir?«, (Kristendom og kvad, 3). Paasche hefir
unnið gott verk í þarfir norrænnar ritskýringar með því
að benda á, hvað erlent væri af hugsun og líkingum í
fornum helgikvæðum. En hann má ekki þar fyrir ætla,
að öll hugsun íslendinga um trú og kirkjumál hafi verið
aðfiutt. Eða skyldi Jón Loftsson hafa sótt þá skoðun til
Róms, að erkibiskup mundi eigi vilja betur né vita en
hans foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans
(Biskupas. I, 283)? En Snorri var fóstursonur Jóns. Og
í raun og veru benda bæði rit Snorra og æfisaga á það,
að hann hafi verið fremur kaldur í þeim málum, hvorki
gert sig beran að trúleysi, né heldur orðið fyrir djúptæk-
um áhrifum úr þeirri átt.
Lifandi trú hefði getað haft tvenns konar áhrif á
Snorra, gert hann mildari í skapi og hófsamari, eins og
Þórð bróður hans, en líka djarfari og samfeldari. Gott
heimilislíf hefði getað gert líkt að verkum, en það varð
heldur ekki hlutskifti hans. Um hjónaband hans og Her-
dísar vita menn ekki annað, en að þau skildu eftir fárra
ára sambúð. Félag sitt við Hallveigu Ormsdóttur gerði
hann eingöngu af hagsýnum ástæðum, eins og áður er
bent á, en sainbúð þeirra virðist annars hafa verið góð,
enda voru bæði af brekaaldri. Snorra þótti mikill skaði
að fráfalli hennar, en hefur þó þegar deilu við son hennar
um fjárskifti. Og að minsta kosti er ekki um þá sterku
tilfinningu að ræða, sem getur safnað kröftum tvístraðs
manns í einn farveg.
Og auk þess býr Snorri á beztu þroskaárum sínum
(28—45 ára) ókvæntur í Reykjaholti og hefir margar
frillur, líklega samtímis eftir aldri barnanna að dæma.
Börn hans eru hvert öðru óstýrilátara og erfiðara í skapi,
og ekki ólíklegt, að þau hafi sótt eitthvað af því til mæðra
sinna. Og hafi frillur Snorra verið stórlyndar og van-
stiltar, þá getur heimilisbragurinn ekki hafa verið skemti-