Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 70
294
Utan úr heimi.
[Skirnir.
rnilj. Þriðja lánið var tekið í október 1915 og var það 5°/0 skulda-
bréfalán að nafnverði 12160 milj., en inn komu 11785 milj. Síð-
asta 5°/0 lánið var loks tekið í marz 1916 og skrifuðu menn sig
fyrir 10700 milj. m. Alls hafa Þjóðverjar því nú t'engið 35%
niiljarða marka í föstum lánum. Eíkissjóðsskírteinin eiga að af-
borgast innan 1921 og 1922, en hin eru óuppsegjanleg til 1924.
Sannir vextir, sem ríkið verður að gjalda af lánum þessum, eru frá
5)18%-5,54%.
Mjög erfitt er að segja, hve miklu seðlaútgáfan og
'bráðabirgðalánin nemi nú hvort fyrir sig, anda er það
mismunandi, eftir því hve nýlega hefir verið tekið fast lán. Ríkis-
sjóður getur selt ríkisbankanum víxla á sjálfan sig. Auk þess
getur ríkið gefið seðta út á gullforða þann (300 milj.), sem safnað
hefir verið í Júlíusarturninum í Spandau frá 1871 til ófriðarafnota.
Ríkið getur einnig gefið út seðla gegn tryggingu í seölum táns-
sjóða, sem veita mönnum lán gegn tryggingu í verðbréfum og
vörubirgðum. Þeir seðlar ríkisins eru því eiginlega trygðir með
verðbréfum og vörubirgðum. Innritanir í skutdabók ríkisins námu
35 milj. í sept. 1915. Nýlendutánið frá 1914 a að greiðast þegar
eftir ófriðinn.
Auk þess eru Þjóðverjar nú að koma á hjá sér ófriðar-
sköttum. Þó að þeir eigi að mestu að ganga til að árétta halla
þann, sem orðið hefir á reglulegum ríkisreikningum og fari því
ekki beint tit herkostnaðar, þá er rétt að taka þá með vegna yfir-
litsins. Eiga þeir að nema % miljarðs marka á ári eða um 675
miljónum króna,og hvíla á eignaauka í ófriðinum. Þar er
stríðsgróðaskattur, sem nemur alt að 40% og hvílir jafnt á kou-
ungbornum mönnum og hershófðingjum sem öðrum. Auk þess eru
í ráði viðskiftaskattar á vettu kaupmanna, hækkun á póst- og
símagjöldum, tóbaks- og vindlingaskattur og loks stimpilgjald á
farmskírteinum. Annars álíta Þjóðverjar, að aðal skattatímabilið
elgi fyrst að koma eftir ófriðinn.
Eftir tveggja ára ófrið munu ríkisskuldir Þ^’zkalands
hafa aukist um 44 miljarða marka og nema því 1. ágúst um 49
mitjörðum.
B. Frakkland: Alls má telja, að herkostnaður Frakka
tvö fyrstu ófriðarárin nemi um 40 miljörðum fránka eða um 2 9
iniljörðum króna. Af kost.naði þessum falla 16 mitjarðar á
fyrra árið, en 24 milj. á síðara árið. Dagleg útgjöld verða um 43
milj. fr. fyrra árið, en um 68 milj. síðara árið. I Krimófriðinum