Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 40
264
Traust.
[Skírnir.
fátækt fólkið þarna í nágrannahúsunum. Eg þekti sér-
staklega ein hjón, sem áttu 5 börn, ansi snotur grey.
Þau voru iðulega send í búðina til þ$ss að kaupa hitt og.
þetta. Oftast elsta telpan. Hún kom einu sinni snemma<
morguns. Búðin var nýopnuð. Það var kalt úti. Henni
var svo starsýnt á nýjar barnakápur, sem við höfðum...
»Langar þig til að eiga eina«, sagði eg. »Já«, sagði hún
og eldroðnaði. Jæja, eg tók eina kápuna, klæddi telpuna
í hana og hún var alveg mátuleg. »Eigðu hana«, sagði
eg, »og vertu væn stúlka«.
Rétt í þessu kom karlinn inn og heyrði hvað eg
sagði og fór að rekast í því.
»Kemur yður ekki við«, sagði eg, og það veit ham-
ingjan að mér datt aldrei til hugar að stela kápunnir
heldur ætlaði eg að borga hana sjálfur. En karlinn varð
bandóður og sagði að eg hefði ekkert til þess að borga
með, og ætti ekki með að taka kaupið mitt út sjálfur
fvrirfram. Hann lét mig líka ótvírætt skilja það, að-
hann grunaðj mig um að hafa ætlað að stela kápunni,
Nú — endirinn getur þú sjálfur sagt þér.«
»Já, þú hefir ekki breyzt mikið á þessum tveimur
árum«. Friðrik leit á úrið. »Kristján«, sagði hann svor
»það er próf hjá okkur í dag og eg verð að ganga upp
í því eftir 15 mínútur, svo eg má til með að biðja þig að<
afsaka mig. Þetta er síðasta greinin. Á morgun vona eg
að þú getir heilsað mér með kennara nafni«, sagði hann
svo og brosti.
»Gerir ekkert. Eg þarf að hitta fleiri, og á morgun
byrja eg að vinna«. . . .
Það hafði skygt í lofti meðan samtalið stóð yfir. Nú
var farið að rigna.
Þeir bjuggust báðir til ferðar og litu út um gluggann.,
Friðrik gretti sig. »Það er komin demba og, eg gleymdi
kápunni minni í skólanum í morgun*.
»Heyrðu«, sagði Kristján, »taktu kápuna mínar eg sé
hérna ein 3 eða 4 helztu blöð höfuðstaðarins. Má eg
sitja hér og líta í þau. Skúrinni léttir bráðlega, og þác