Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 79
Skirnir].
Utan nr heimi.
303
úti og ritfrelsi og málfreisi kemst aftur á. Efnalitlir menn hafa
borið þyngstu byrðar ófriðarins, en auðmennirnir grætt margir
bverjir. Nú vilja frjálslyndu flokkarnir láta þá gjalda herkostnað-
inn að mestu.
En ef hægt væri að meta allan þann ó b e i n a kostnað, sem
ófriðurinn hefir valdið, þá myndu menn fyrst sjá, hvílík blóðtaka
styrjöld þessi er fyrir framleiðslumagn þjóðanna. Skaði sá, sem
orðið hefir á vígstöðvunum, er h'tt metanlegur. Fái lönd þessi
engan herkostnað greiddan, þá er enginn vafi á, að langan tíma
þarf til að koma þeim í samt lag. Bjartsynir menn á’íta samt, að
samhögun sú, er komist hefir á alla framleiðslu ófriðarþjóðanna,
muni geta bætt mikið upp. En svo koma mannslifiu. Norðurálf-
an er einn stór kirkjugarður. Friðarraddirnar eru nú orðnar há-
værar um heim allan. A eldri kynslóðinni hvílir skyldan, að semja
sæmilegan frið. En hlutverk yngri kynslóðarinnar er ekki minna,
það er endurreisnin.
Kaupmannahöfn, í maí 1916.
Héðlnn Valdiiuarsson.
H e i m i 1 d i r : Schanz Finansarchiv ; Deutsches Statistisches
Zentralblatt; Soziale Praxis; Heckscher: Várldkrigets Ekonomi;.
Bulletin of the War; Study Society; Journal of the Political Eco—
nomy; Economist í Lundúnum; Finanstidende.