Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 60
-284
Benrögn.
[Skírnir.
verið sár inn í brjóstholið, því í þeim hvín um leið og
loftið sogast út og inn um þau við andardráttinn.
Það er mælt um Snorra goða, að hann hafi getað þekt
feigs manns blóð með því að bragða blóðugan snjóinn, þar
sem bardaginn hafði staðið. Hann þóttist á bragðinu
finna, að holblóð væri, og má það til sanns vegar færast,.
ef hann hefir fundið, að blóðið var blandað galli eða gori.
(Eyrbyggja bls. 118).
í Sturlungu er þess getið (bls. 93), að Guðlaugur frá
Þingvelli leggur Björn Þorvaldsson með spjóti og kemst
Björn undan. Loftur Sæmundsson spyr hann svo: »hve
mun Björn sár?« Guðlaugur sýndi honum þá spjótið »ok
var feitin ofarlega á fjöðrinni*. Þóttust þeir þá vita, að
það var banasár.
H ö g g s á r voru algengust í fornöld líkt og skotsár nú.
Axir, sverð, atgeirar, brynþvarar, kesjur o. fi. voru
vopnin, sem höggið var með.
A x i r n a r voru venjulega þungar og breiðmyntar.
Ferleg vopn, enda svakaleg sárin, sem fylgdu undan högg-
unum, ekki sízt ef vel var áhaldið (sbr. Þormóð eða Skarp-
héðin).
Það mun enginn efi á því, að það sé satt, að forn-
menn hafi höggvið höfuð af bol með exi (t. d. Steindór, er
hann heggur Bolla, Laxd. 178) og það í einu höggi »svo
af íauk höfuðit«, því það geta böðlar enn þann dag í dag.
En að nokkur geti sniðið þrekinn karlmann sundur í
miðju um þveran hrygginn (eins og t. d. Húnbogi sterki
Þorgils í Laxd. 205 eða Gunnar austmanninn í Nj. 148),
það nær engri átt. Og hvað er það þó hjá afreksverkum
Þórðar hreðu, sem heggur þá sundur um þverar herðar,
eins og að drekka, og sama er sagt um Kára. Eða Skalla-
grím er hann hjó nautin. Þvi er svo vel lýst, að vert er
að setja það hér:
„Hann lét leiða tvö yxn saman undir kúsvegg ok leiða á vixl.
Hann ték hellustein vel mikinn ok skaut niðr undir hálsana. Síðan
gekk hann til með exina konungsnant ok hjó yxnina báða í senn svá at
höfuðit tók af hvárumtveggja, en exin hljóp niður í steininn, svá at muðr-