Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 16
240
Snorri Sturlnson.
[Skírnir.
neitt í sölurnar fyrir þær. Hann er síngjarn við börn sín
og hefir »vinaskifti« (sbr. Sturl. II., 209), þegar honum
sýnist. Oð hann leggur tilfinningar sínar stundum berlega
í sölurnar fyrir hagsmuni sína. Þegar Sturla Sighvatsson
hefir felt Þorvaldssonu, þvert ofan í eiða, er hann hafði
svarið Snorra og þeir treyst á, »rann honum mjög í skap
þessi a.tburður«. En síðan er hann þó hinn auðveldasti í
sættinni — »þvi að hann viidi ekki missa liðveizlu Sturlu
á þingi um sumarið í málum þeirra Kolbeins unga« (Sturl.
II., 207). Marglyndið útilokar langæar tilfinningar og
þunga þykkju, en það er skilyrði skjótra geðbrigða (stem-
ninga) og nokkurs mislyndis. Lýsing Sighvats á Snorra,
sem áður er tilfærð, er lýsing á manni, sem skjótt skiftir
skapi. Og á mislyndi Snorra bendir það, að þegar Sig-
hvatur vill leita um sættir með þeim Þorvaldi Vatnsfirð-
ingi, fer hann á undan í Reykjaholt, en sendir síðan mann
til Þorvalds og Sturlu, — »bað þá heim ríða, og sagði
Snorra í góðu skapi, lézt vænta, að vel mundi takast«
(Sturl. II, 121). Þegar Snorri býður Hákoni konungi byrginn
og segir »Út vil ek!« (Sturl. II, 335), eða vill ráðast að
Sturlu Sighvatssyni í Reykholti við mikinn liðsmun (Sturl.
II, 278) þá er slíkt ekki annað en geðbrigði, sem blossa
upp og hjaðna jafnfljótt. Þegar Þorleifi í Görðum þykir
vonlaust, að þeir geti yfirstigið Sturlu í einni atför, og
vill bíða átekta, bilar Snorri þegar og ríður þá við annan
mann og suður á nes. Þrautseigjuna vantar í viljann,
sem von er, þar sem tilfinningarnar eru hverfular. Snorra
vantar líka samkvæmni til þess að geta haldið bein lof-
orð sín (gefur ekki Órækju Melstað né Stafaholt, Sturl.
II, 209, 210, 212).
En marglyndið er ágætur jarðvegur fyrir fjölbreyttar
gáfur, víðsýni, skilning og dómgreind. Snorra hefir veitt
auðvelt að lifa sig inn í annara manna hugsanir og forna
atburði. Tvennar orsakir valda þvi, að hann verður ekki
meira skáld: hann yrkir eftir reglum hnignandi listar og
guðmóðurinn bregzt honum, þegar hann talar frá eigin
brjósti. Hann vantar skap Egils Skallagrímssonar. En