Skírnir - 01.08.1916, Page 45
:Skfrnir].
Traust.
269
»Nú tala eg við stúlkuna*, sagði bóndi og bjóst til
■ferðar. »Eg efast ekki um erindislokin«.
»Hælumst minst í máli«.
»Verið þér sælir. Við sjáumst líklega ekki fyrst um
sinn«.
»Jú, við sjáumst sjálfsagt bráðlega«, sagði Kristján
■og hló. »1 brúðkaupinu, þar sem þér leggið blessun yð-
ar yfir það hjónaband, sem þér þykist nú vera að fyrir-
'byggja*.
»Það verður aldrei«.
Kristján opnaði hurðina. »Farið heilir«.
Karl fór út og ofan.
Kristján gekk út að glugganum og horfði út á göt-
una. Þar kom Friðrik og hraðaði sér heim. Gfísli var
kominn út. Þeir mættust, en hvorugur leit við öðrum.
Kristjáni heyrðist eitthvað detta í næsta herbergi. Von
bráðar kom Friðrik inn.
»Nei, sæll. Þú ert hér ennþá. Hefir þér ekki leiðst?«
^Leiðst? Nei. Eg hefi sjaldan átt skemtilegri stund-
ir. Það sáu þau um unnusta þín og tilvonandi tengdafaðir«.
»Tengdafaðir?«
»Já. Fyrst kom hún og ætlaði að hitta þig. . . Hún
fór nærri samstundis. Síðan kom gamli Gísli í Hvammi.
Agætiskarl*.
»Nú«.
»Eg lék húsbóndann. Hann var annars töluvert
spaugsamur. Erindið var auðvitað við þig«.
»Hvað ?«
»0—o. Tilkynna þér blátt áfram að stúlkan væri
lofuð öðrum. Að hann gæfi aldrei samþykki sitt til gift-
ingar ykkar. Að hún fengi aldrei einn eyri eftir sig eða
frá sér ef hún hlýddi sér ekki. Alt þetta ásamt ýmsum
fagurgala um þína virðulegu persónu«. . . .
»Því sagði hann þér alt þetta?«
»Ja — hann spurði mig ekki að heiti, bjóst víst við
að hann ætti tal við Friðrik Halldórsson. Eg leiðrétti
ihann ekki í fyrstu. Svo varð það of seint«.