Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 74
:298
Utan úr heimi.
[Skírnir
aukizt um 2 miljarð króna. Skattar þeir, sem lagðir hafa
verið á nú, þurfa því ekki að gilda allir um aldur og æfi, ef ófriður—
- inn endar innan áramóta, heldur mætti leggja niður um 3
miljarða af þeim milj., sem nú eru. En margt getur breyzt á
þeim tíma.
IV.
Hór að framan höfum vér sóð, hvernig ríkin voru fjárhagslega
búin undir ófriðinn, hve mikils fjár þau hafa aflað og á hvern
hátt. Ekkert ríkjanna hefir komist í kröggur vegna peningaleysis.
Steypiflóð lána, seðla og ríkissjóðsskírteina hefir dunið yfir Norður-
álfu og ekkert virðist benda á, að hörgull verði á peningum. Til
þess að gefa rétta hugmynd um, hvað gerst hefir, þarf því að skýra
sambandið milli hins gífurlega berkostnaðár og vara þeirra og vinnu,
sem peningarnir eiu staðgengill t'yrir. Ljósast verður að gera grein
milli lands, sem er algerlega einangraðog verður því eingöngu að lifa af
auðsuppsprettum sínum, og annars lands, sem átt getur viðskifti
við umheiminn.
1. Einangrað land, líkast Miðveldunum nú. Ófriðar-
lán þau, sem slíkt land tekur, svara til jafnmikils fjár í landinu
sjálfu, sem landsmenn hafa fengið stjórninní tií umráða til her-
kostnaðar. Augsýnt er, að stjóruin gæti komist yfir slíkt fé án
lána, t. d. með sköttum eða eignarnámi, þó að lánaleiðin sé oft
hagfeldari fyrst um sinn. Með lánunum hefir því ekki fengizt neinn
nýr auður til ófriðarafnota, sem ekki var til áður. Lánin eru að
-eins hagfeld t æ k i til að komast yfir auð, sem til er í landinu til
ófriðarafnota. I einangruðu landi gætu í raun og veru lánsupp-
hæðirnar vaxið i sífellu an þess, að landið gæti með því móti haldið
ófriðnum áfram degi lengur. Því að þó að peningar gefi alment
kaupmagn yfir vörum, þá er ekki hægt að halda ófriðnum við með
öðru en n o t h æ f u m v ö r u m, vörum, sem eru komtiar á síðasta
stig framleiðslunnar og hæfar til notlcunar. Hlutabrófaeigendur
geta reyndar selt eða fengið lán út á verðbróf sín i bönkum og
svo lánað ríkinu féð. Á venjulegum tímum mundi svara til reiðu-
fjár þess, sem lántakandi fengi í bönkum, nothæfar eignir annara
manna, þeirra sem legðu inn í banka. Ríkið fengi óbeint umráð
yfir þessum vörum, og þá væri alt gott og blessað. En á ófriðar-
tímum fá bankarnir auk þess leyfi til að gefa út seðla, sem svara
til meira en reiðufjár í bönkunum. Athugum það.