Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 44
268
Traust.
[Skírnir'
»Eg ætla alls ekki að neyða hana. Eg ætla aðeins
að leiða hana á réttan veg, af þeim villustig, sem þér
hafið leitt hana á. Hún var lofuð öðrum manni, áður en
hún kom hingað. Það loforð á hún að halda«.
Kristján gekk fast að karli og tók báðum höndum í
axlir hans.
»Nú eruð þér að rógbera barnið yðar. Eg veit að
þér segið ósatt. Gerið annaðhvort, farið út héðan eða
takið þessi orð yðar aftur«.
»Eg geri hvorugt, karl minn«. Og hann hristi hann
af sér. »Sjálf skal hún játa þetta og standa við orð sín«.
»Ætli það séu ekki yðar eigin orð sem hún á að
standa við. Þér hafið líklega lofað einhverjum henni, eiu-
hverjum yðar gæðingi«.
»Þó svo hefði verið, hefði hún samsint því, þá var
það hennar gerð«.
»Hún gat verið óráðin, látið málið liggja milli hluta.
Hún er sjálfsagt ekki margreynd í þessháttar málum.
Svo þroskast hún, verður kona, sem veit hvað hún vill,
og framkvæmir það. Þér viljið sjálfsagt stúlkunni vel.
Haldið þér að þér gerðuð henni góðverk með því að ætla
að gera hana að ósjálfstæðri ambátt?«
»Hættið þessu orðaglamri. Hugsið þér eftir þessu
maður. Ef hún þverskallast og giftist yður, fær hún
aldrei einn eyri eftir mig; verði hún skynsöm og fari að
mínum ráðum, ætla eg ekki að sundra reitunum mínum.
Eg á engin börn. Haldið þér að þér með vðar mjólkur-
andliti og orðaglamri vegið á móti þessu?«
»Alítið þér að eg sé fjandinn sjálfur, eða hvað?«
»Eg álít yður ekkert. Eg þekki litillega til ykkar
skólagemlinganna hér í Reykjavík. Systir mín giftist
einum. Guð leysti hana úr þeim vandræðum, sem betur
fór . . . Stína skal ekki . . .«
»Það ætla eg ekki að dæma um. Hún verður sjálf
að ákveða framtíð sína óneydd. En — getið þér unnið
hana með heiðarlegum meðölum, þá takið hana! Við
sjáumhvor betur má! Þetta eru min síðustu orð í þessu máli«.