Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 21

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 21
Skirnir]. Snorri Sturluson. 245 legur, þar sem þær börðust um völdin. Það bendir og á slæmt heimilislíf, að Snorri reyndist börnum sínum svo illa, að það má kalla eitt af hinu allra lakasta í fari hans. Um Jón murt er áður talað. Orækju prettar hann tví- vegis um kvánarmund þann, er hann hafði lofað honum, og vísar honum svo vestur í Vatnsfjörð, þar sem Þórdís Snorradóttir, en ekkja Þorvalds, bjó, Þótti henni ilt upp að standa. Og dvölin í Vatnsflrði varð upphaf óeirða og ógæfu Orækju. En þegar vér hugsum um, að Snorri á fullorðinsárum sínum átti við slíkt heimilisböl að búa, og auk þess var tekinn barn að aldri og fluttur í fjarlægt hérað, langt frá öllum skyldmennum, þó til góðs heimilis væri, — þá er auðsætt, að í þessu atriði hefir hann farið á mis við mikið í lífinu. Þarna er ein af orsökunum til kaldlyndis hans. Og þarna er orsökin til þess, að Snorri virðist aldrei hafa skilið, að ætt hans gat orðið honum bezta stoðin, ef rétt var með farið. Auðvitað var Snorri engan veginn ræktar- laus við frændur sína. Honum verður mikið um fall Sig- hvats og sona hans í Örlygsstaðabardaga, þrátt fyrir fornan fjandskap, og Þórði og sonum hans sýnir hann ýmis vináttumerki. En hann vill aldrei minka sjálfan sig neitt til þess að efla hag sona sinna og tengdasona, og fyrir bragðið verða þeir honum að litlu liði. I þessu atriði virðist Snorra jafnvel bresta hyggindi. Hann er of kaldur reikningsmaður, vantar eðlishvötina, sem kann að leggja á tvær hættur, og oft sér dýpra en skynsemin. IV. Snorri er rúmlega tvítugur orðinn einn af höfðingjum landsins. Með því hefst nýr þáttur í þroskasögu hans. í fyrstu fer hann nokkuð geyst af stað, er ágengur og hefnigjarn. Þórður móðurbróðir hans gaf honum hálft Lundarmanna-goðorð og skyldi hann halda þingmenn fyrir Þórði Sturlusyni og öðrum þeim, er á leitaði. »En er Snorri hafði tekið við þingmönnum, þá þótti Þórði Böðv- arssyni hann leita meir á sina vini, en áður hafði Þórður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.