Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 41
Skírnir].
Transt.
265'
kerast eg leiöar rainnar. Kápunni getur þú skilað heim
til mín á Laugaveg 18.«
»Þakka þér fyrir. Það er verst þér leiðist hér ein-
ura. Það er lítið að græða á blöðunum«.
Kristján hló. »Þau endast meðan á skúrinni stendur«.
Kristján settist niður með ísafold, en Friðrik fór ofan,.
tók kápuna og hélt leiðar sinnar.
Þegar Kristján var að leggja frá sér blaðið, heyrði
hann létt fótatak á ganginum. Þrjú ofursmá högg á
hurðina.
»Kom«.
Inn kom stúlka, sem stóð snögglega við, þegar hún
sá, hver fyrir var. Hún roðnaði.
»Sælir«.
»Sælar ungfrúU sagði Kristján og hneigði sig. »Það
er köttur í bóli Bjarnar, sjáið þér. Eg heiti Kristján-
Björnsson og þér eruð auðvitað Kristín Hallsdóttir«.
»Hvernig vitið þér það?«
»Friðrik er nýfarinn í skólann, eg var að óska hon-
um til hamingju*. Hann benti á borðið, þar sem myndin
stóð. »Þessi mynd kemur líka upp um yður. Þér starið
á mig«.
»Já, fyrirgefið þér. Eg hefi séð yður áður«.
»En eg man ekki . . .«
Nú brosti hún. »Nei, það voru svo margir. Voruð
þér ekki á ferð með »Vestra« til ísafjarðar fyrir tveimur
árura?«
»Jú, alveg rétt. Um vorið«.
»Já«.
Nú roðnaði hún aftur, hikaði, gekk til hans og rétti
honum höndina. »Eg þakka yður fyrir það, sem þér gerð--
uð fyrir litla drenginn«.
»Hvað? Hvernig?«
»Jú, eg sá það alt saman. Drengurinn var úr sömw
sveit og eg, munaðarlaus. Hann var þá að fara á sveit
sína fyrir vestan*.
Nú var það hann, sem hafði skift litum.