Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 35
Skírnir].
Hvað eru Röntgens-geislar?
259>
glerpiatan eða gataða málmþynnan getur orsakað samslátt
hjá ljósbylgjunum. Hann fékk þess vegna því til leiðar
komið, að þeir Friedrich og Knipping gjörðu tilraun með
að láta mjóan Röntgens-geisla falla á þunnan krystall.
Á myndaplötu, sem sett var bak við krystallinn, hefði
nú mátt búast við, að kæmi einn dökkur díll, ef mólikúl-
ur krystallsins hefðu eigi orsakað neinn samslátt hjá
Röntgens-bylgjunum. En við tilraunina kom það í ljós,.
að auk miðdepilsins voru á plötunni smádeplar raðaðir
eftir vi8sum reglum alt i kringum miðdepilinn. Deplar
þessir komu af þvi, að samsláttur hafði orðið hjá Rönt-
gens-bylgjunum, og voru órækir vottar þess, að Röntgens-
geislarnir eru bylgjuhreyfing í ljósvakanum.
Síðan hafa verið gjörðar tilraunir, svipaðar þessari,.
margsinnis og með mörgu móti. Og hafa þær allar sýnt
það sama, að Röntgens-geislarnir eru með eins mikilli
vissu öldugangur í ljósvakanum og ljósgeislarnir eru það.
Af tilraununum heflr einnig verið hægt að reikna út
bylgjulengd Röntgens-geislanna, og hafa mælingarnar sýnt,.
að Röntgens-bylgjurnar eru miklu styttri en ljósbylgj-
urnar. Þær eru svo miklu styttri, að allir þeir hlutir,.
sem oss sýnast sléttir, eru mjög ósléttir og hrufóttir fyrir
Röntgens-geislana. Þess vegna getur eigi verið að tala
um neitt reglulegt endurkast eða speglun hjá Röntgens-
geislunum.
Menn vissu áður, að Ijósöldurnar eru rafmagnsbylgjur;.
nú vita menn, að Röntgens-geislarnir eru einnig rafmagns-
bylgjur, munurinn að eins sá, að sveiflurnar eru tíðari og
bylgjurnar styttri. En svo eru enn kunnar rafmagnsöld-
ur, sem eru miklu lengri en þessar báðar. Það eru þær
rafmagnsbylgjur, sem fyrst urðu kunnar af tilraunum
Hertz; en áður hafði þó Maxwell með reikningi sýnt
fram á, að þær bylgjur gætu verið til. Þessar rafmagns-
bylgjur urðu mest kunnar eftir að Marconi tók að nota
þær til að flytja loftskeyti. Allar þessar rafmagnsbylgjur
eru að því leyti líkar, að þær fara með sama hraða í lofttómu
rúmi. Þær fara allar með ljóssins hraða eða 300,000 km,.
17*