Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 25
Skírnir].
Snorri Sturluson.
249’
En við þetta bætist síðan nauðsynin. Snorri verður
að sigla milli skers og báru, hann getur ekki fylgt
fast eftir.
Þetta kemur berlega fram í máli hans við Orm Svín-
felling. >Snorri kvað þá vel að reyndi, hver þeirra þing-
ríkastur væri, og segir Orm lengi hafa öfundað sig og
sína sæmd«. Ormur selur líka Snorra sjálfdæmi og Snorri
dæmir sér fjóra tigi hundraða (Sturi. II, 186—7). En síð-
an gefur SDorri upp sektina, af þvi að hann vill hafa
Orm sér vinveittan í máli sínu við Kolbein unga (Sturl.
II, 208). Hefðu Snorra verið mislagðar hendur, svo fast-
ur sem hann annars var á fé, ef hann hefði gert slíkt
af tómu örlæti.
Hinir ríku tengdasynir hans verða honum að litlu liði.
En ljóma lagði af þeim í svipinn. »Það var eitt kvöld,
er Snorri sat í iaugu, að talað var um höfðingja; sögðu'
menn, að þá var engi höfðingi slíkur sem Snorri, en þó-
mátti engi höfðingi keppa við hann fyrir sakir mægða
þeirra, er hann átti. Snorri sannaði það, að mágar hans
væri eigi smámenni. Sturla Bárðarson hafði haldið vörð
yfir lauginni, og leiddi hann Snorra heim og skaut fram
stöku þessi, svo að Snorri heyrði:
Eiguð áþekt mægi
orðvitr sem gat forðum
— ójafnaðr gefsk jafnan
illa — flleiðrar stillir.*1 (Sturl. II, 150.)
Hefir Sturla glögt séð, hve lítill styrkur Snorra var að
tengdasonum sínum í raun og veru. Enda stóð Gissur
seinna yfir höfuðsvörðum hans og með ráðum Kolbeins.
Við það varð ætlun Sturlu að spádómi.
Til þess að fá Sturlu Sighvatsson í lið með sér gegn
Kolbeini, verður Snorri að brjóta odd af oflæti sínu eftir
víg Þorvaldssona og gera Sturlu sem auðveldast að ná
sættum. Og þegar hann loks hefir safnað svo miklu liði
gegn Kolbeini, að hann getur haft í öllum höndum við-
hann, þá vill hann ekki láta skríða til skara. Hann vilk
ekki hætta á, að gera Koibein að fjandmanni sínum. KoK