Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 42
:266
Traust.
[Skírnir.
»Hvað sáuð þér?*
»Eg var á gangi á þilfarinu raeð vinstúlku minni.
Eg sá, þegar drengurinn skauzt með kjötið. Þegar upp-
þotið varð útaf því, vissi eg, hver hafði tekið það, en
þagði. Hin stúlkan sagði eldamanninum frá því, þó eg
margbæði hana að þegja. Svo fór stýrimaðurinn og ætl-
aði að taka drenginn. Þá komuð þér, veifuðuð kjötinu
og sögðuð: »Eg hefi unnið«. Svo heyrði eg, að þér vor-
uð að segja stýrimanni einhverja sögu um veðmál. Það
varð hlátur úr öllu. Seinna vissi eg, að þér höfðuð gert
þetta til þess að bjarga drengnum frá því að verða upp-
-vís að þjófnaði. Svo gáfuð þér honum peningac.
»Hvað hét þessi vinstúlka yðar?c
»Sesselja Árnadóttir. Þekkið þér hana?c
»Já, eg kyntist henni síðar. Hún hæddist að þessu
tiltæki mínu, en sagði að það hefði verið stúlka á skip-
inu, sem hefði þótt vænt um þettac.
»Það hefir verið eg. Eg gat næstutn grátið. Svo
hét eg því að þakka yður, ef eg fengi færi á því«.
Hún leit upp á hann. »Þér eruð sjálfsagt vinur
Friðriks og það gleður mig. En nú verð eg að fara. Eg
ætlaði að láta Friðrik vita að frændi er kominn hingað
til bæjarins. Hann er svo æstur. Hann kom heim og
sagði það við frænku, að hann ætlaði beint til Friðriks.
En eg vil endilega tala við þá fyrst sinn í hvoru lagi,
sérstaklega við Friðrik. En eg kann ekki við að elta
hann í skólann«.
Hún leit út um gluggann. »Þarna kemur hann. Gott
að Friðrik er ekki heima. En eg vil ekki finna hann
hér. Getið þér ekki taflð hann um stund, ef hann kemur
hér«, sagði hún brosandi.
»Það get eg reyntc.
Kristján hafði gengið út að glugganum og séð rosk-
inn, föngulegan mann ganga stórum skrefum upp að
íhúsinu. »Já. Eg skal taka á móti þeim gamla, en hvert
tlið þér?«