Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 110
334
Athugasemdir.
[Skirnir.
elzta íslenzka tímatal með skiftingu ársins í tvö misseri
og svo misseranna aftur í vikur, án nokkurs þrítugnætts
mánaðartals, afar einfalt og fagurt. Mér finst því sjálf-
sagt, að árinu í Surtstali og jafnvei Aratali líka, hafi verið
skift í tvö alveg jafnlöng misseri, sem hvort um sig var
réttar 26 vikur eða 182 dagar; en ekki að sumarið hafi
verið 1 degi lengra en veturinn, eins og er í tímatalinu
frá 1500 með vetrarkomu á föstudag, né 2 dögum lengra,
svo sem í Rimbeglu og í almanökunum núna, með vetrar-
komu á laugardag, því hvorttveggja er heldur klaufaleg
og óþörf aðferð.
Eg tel því hér um bil víst, að Blöndutal í Rímbeglu
hafi útrýmt algerlega hinni upprunalegu vetrarkomu í
Surtstali, sem hafi verið á fimtudag, alveg eins og sum-
arið byrjar á fimtudag. Rás breytinganna væri þá þessi:
Fyrst útrýmdi Blöndutal fimtudagskomu vetrarins í Surts-
tali með laugardegi sínum, sem svo vel hæfði við þetta
nýskapaða mánaðaverk, þar sem alt gekk á réttum 30
dögum. En svo útrýmdi Skálholtstal frá 1500 laugardags-
komu vetrar í Blöndutali með sínum föstudegi og loks
komu á 19. öldinni almanökin og settu vetrarkomu aftur
á laugardag og breyttu þannig Skálholtstalinu, er eg leyfi
mér að kalla svo.
Enginn getur neitað, að miklu betur fer á þvi, að
vetur byrji á fimtudag, eins og sumar, heldur en á föstu-
dag eða laugardag. Eiríkur Briem telur ástæðu til, að
sleppa 12 mánaðartalinu í yzta dálki almanaksins, og má
vel vera, að það sé réttast, enda er eigi unt að sjá neinn
skaða við það og enginn myndi sakna mánaðarnafnanna.
En eigi að síður er sjálfsagður hlutur, að halda þessu ein-
falda forn-íslenzka tímatali fyrir því, enda er það hvort-
tveggja fagurt og þarflegt enn í dag eftir islenzkum lands-
háttum og þjóðarstörfum. Það væri líklega allra réttast,
að setja ný lög um íslenzka tímatalið, þar sem svo væri
fyrir mælt, að bæði sumar og vetur skuli byrja á fimtu-
dag og mánaðatal falla burt, en einungis haldið vikutali
í misserum og sumarauki auðvitað hafður sem áður. Þetta