Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 3
Skírnir].
Snorri Stnrluson.
227'
í æsku að verða »víða frægur um síðir«, þá hefir hann'
alls ekki hugsað út yfir Norðurlönd og Orkneyjar. Og'
sízt hefir hann búist við, að konungasögurnar héldu nafni
hans bezt á lofti. Sumir menn trúa því, að sagnaritarar
vorir hinir fornu hafi verið svo fordildarlausir, að þeir
hafi ekki hirt um að láta nöfn sín geymast. En það er
mesti misskilningur. Fornmönnum var ekki síður ant um
að bjarga nöfnum sinum frá gleymsku en oss, sem nú
lifum, en þeim datt það víst varla í hug, að það yrði gert
með því að setja nöfnin á sögurit sín. Enda hefir nöfn-
unum oft verið slept i afritum, þó þau stæðu í frumritinu.
Var það bæði, að menn litu þá og lengi síðan alt öðru-
vísi á eignarrétt höfunda en nú, og annað hitt, að maður
skoðaði sig varla rithöfund, þó að hann setti saman i heild
sögusagnir, setn hann hafði heyrt úr ýmsum áttum, eða
tæki eldr.i sögurit og yki og lagfærði. Eða ætli menn líti
ekki líkt á þetta enn í dag, þegar þeir skrifa upp þjóð-
sögu, sem þeim hefir verið kend? Gera menn sér grein
fyrir, hve hægt er að gera það á margvíslegan hátt?
Skyldi síra Skúla Gíslason nokkurn tíma hafa grunaðv
meðan hann var að skrifa upp þjóðsögur sínar handa Jóni
Arnasyni, að hann um leið var að gera nafn sitt ódauð-
legt í íslenzkri bókmentasögu ?
Sjálfur nefnir Snorri að eins tvo af sagnariturum
þeim, sem hann styðst við, — Ara fróða, af því að hann
var upphafsmaður sagnaritunarinnar og »frásögn hans öll
merkilegust«, og Eirík Oddsson, sem talar svo mikið í
fyrstu persónu, að það var óhjákvæmilegt að geta þess,
hvaða »eg« þetta var. En hann nefnir hvorki Odd Snorra-
son né Styrmi fróða, og vitum vér þó, að hann hefir notað
rit þeirra, né beldur höfund Morkinskinnu, sem nú er
gleymdur, en varla hefir verið það þá. Líklega hefir þó
Snorri sett nafn sitt á rit sín, en varla er það nema til-
viljun, að raenn vita nú, að hann hefir skrifað Heims-
kringlu, enda ekki með öllu órengt. Og annar eius fræði-
maður og Sturla Þórðarson var, þá getur hann að eins
einu sinni um sagnaritun föðurbróður síns, og þá af því
15*