Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 95

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 95
. Skírnir]. Ritfregnir. 319" svo að höfundurinn talar beiut til lesandans. Og sú lífsskoSun er ekki sótt í erlendar bækur, heldur lærð í íslenzkum reynsluskóla. Þess vegna verða algengar lífsreglur — að kunna sór hóf og sníða stakkinn eftir vexti, að muna að lífið er alvara og ekki leikur, að beita skynsamlegri ’nörku við sjálfan sig — nyjar í munni hans. Síðustu blaðsíðurnar af »Hetjan horfna« eru ekkert annað en ver- aldlegur Jónsbókarlestur, en þar er varla nokkur setning, sem missir marks. Ber er líka umbótastefnan í kaflanum um hjóna- efnin tvenn (bls. 132—33), þar sem önnur draga sig saman í rökkr- inu, hugsa saman og vinna saman, svo að tilhugalífið verður eins og búskapur og hjónabandið eins og tilhugalíf —, en hin finnast um helgar og eru í háa lot'ti, þangað til hjónabandið kennir þeim, að lífið er bláköld alvara og enginu leikur. Þessi hugsun er marg- sögð, en hún er hér gerhugsuð á ísienzku og varla betur sögð a öðru máli. Prestarnir á íslandi gerðu gott verk, ef þeir vildu velja þennan kafla fyrir ræðutexta einu sinni á hverjum tveimur misserum. Yarla fer hjá því, að lesandinn líti stundum öðrum augum á efnið en höfundurinn. I sögunni »Vegamót« hlýtur nokkuð af sam- úðinni að fylgja »útlendingnum«, búfræðingnum unga, sem leggur út í ófæruna og hrapar ofan í Svörtuskál. Þessi maður teflir djarft, og sá er ekki tómur uppskafningur, sem leggur 'ífið undir; í hon- um er sama efnið og hetjur eru gerðar úr. Og í sögunni »Utan og innan við sáluhliðið« þykir mór höfundur líta óþarflega vand- lætingasömu hornauga til hjónaefnanna, sem stikla á leiðunum í kirkjugarðinum, full af ungri hamingju og án þess að hugsa um hin döpru forlög, sem hafa endað undir torfunum. Því að þessi bölgleymska mannanna er eitt af lífsskilyrðum þeirra og hefir aldrei átt meiri þakkir skilið en nú á styrjaldartímunum. En þó er þetta ekki svo að skilja, að Guðmundur hafi misskilið hlutverk sitt í þessari sögu. Bölgleymskan getur orðið að kæruleysi um sorgir annara, og gegn því kæruleysi, sem oft kemur af sljófu /myndun- arafli, eiga skáldin að vega. Og það er vel gert í sögunni af hjónunum í Hlíð, sem eru að fara með barnið sitt til greftrunar. Við þá sögu mun margur vikna, þótt hann annars sé engin beygja. Og svo flóttar böfundurinn inn í þessa sögu stuttum þáttum um annað fólk og aðrar sorgir, sem búa þar undir nýuppgerðum leið- um. — Enn þá man fólk þá, og þó ekki nema aðaldrættina, einu sinni voru þær sorgir þó jafnnýjar og sárar og harmur Hlíðarhjón- anna nú. Hann á fyrir höndum að fölna og gleymast síðan — og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.