Skírnir - 01.08.1916, Page 101
Skirnir.]
Ritfregnir.
325-
um oss samkvæmir! Eggert er sjálfum sér svo ósamkvæmur sem
verSa má í ráðlagi og breytni. Ætla mætti því, að aðalpersóna
sögunnar só stórbrot gegn íslenzkum ritdómaraboðorðum og list-
kreddum. Spurningin er nú, hvort þessi bylting í huga Eggerts
só eðlileg, svona hljóti hann að breytast. Er það ekki lítil skáld-
raun að ganga vel frá slíku, að rökstyðja svo skjót skapskifti. Og
það er ekki heldur auðskorið úr, bvort skyringin nægi. Það vaut-
ar góð mælingatæki á þeim slóðum. Lífinu hugkvæmist sjálfu furðu-
margt. En skylda lesendanna er að skilja, að skýra sem bezt fyrir
sór alla rökstuðning skáldsins.
Höf. hefir hór gripið til dulrænna fyrirbrigða. En hann skýrir
líka á annnau hátt, á eðlilega vísu, og að því atriði vík eg fyrst.
Yér kynnumst Eggert lítið á uppvaxtarárum hans og námsár-
um. Hann er spurður, hvaðan í veröldinni honum só komið andlit
sitt, og úr því verða minnisstæð áflog og bardagi. Þetta sýnir
nokkurn afbrigðileik, og hann lætur sór ekki allt fyrir brjósti
bretina. Hann hættir námi að stúdentsprófi loknu, unir ekki lesta-
gangi á þeim vegum, og fer að fást við blaðamennsku. Veiga-
mestu vitneskjuna um hann fáum vér af samræðum móður hans
og konsúlsius í trúlofunargildi þeirra Svanlaugar:
»Stundum finst mór hugur hans«, segir móðir hans við kon-
súlinn, »stefna að því fremur öllu öðru, að hafa sig eitthvað mikið
áfram í veröldinui. Þór trúið því líklega ekki . . . en þá er eg
venjulega dálítið hrædd.
— Hvers vegna? spurði konsúllinn.
Af því að mér finst, að þeir, sem það komast, sóu oft, þó
ekki só það æfinlega, svo óbilgjarnir og meti svo lítils rótt og til-
finningar antiara manna.............og að þess vegna komist þeir
áfram«. — — —
— — »En svo er annað veifið, mælti hún enn fremur, að
mér finst eins og hann muni geta fengið verulega ástríðu fyrir því
sem gott er, eins og meðaumkunin og sjálfsfórnin só hans eina
eðli. Og þá verð eg líka hrædd.
Hvers vegna verðið þér það?
Það er sjálfsagt af því, að mig vantar svo mikið á að vera
góð, og mór finst veröldin heimta af okkur svo mikið jafnvægi . . .
líka í því, sem gott er. Það er heimtað af okkur að hnitmiða alt
svo uákvæmlega . . . líka kærleikann«.
Hór eru höfuðdrættir skapferlis hans rissaðir, og hvert þeir
geti stýrt honum. Hún drepur á óbilgirni hans og ónærgætnv