Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 33
'Skírnirl.
Hvað ern Röntgens-geislar?
257
kanal-geislar nokkru stærri agnir með pósitífu rafmagni.
Þessi efniskenning um Röntgens-geislana var fyrst flutt
•og síðar haldið fram með miklum dugnaði af Bragg, þá
prófessor í eðlisfræði suður í Ástralíu. Var máli hans
meiri gaumur gefinn fyrir þvi, að hann var þá nýlega
orðinn heimskunnur fyrir rannsóknir á útbreiðslu alfa-
geislanna.
Þó að margt mætti færa þessum skoðunum til gildis,
fþá vantaði þó tilraunir, er sýndu það ótvírætt, hver skoð-
unin væri rétt. Sú eina tilraun, er virtist geta úr þessu
skorið, var gjörð af þýzkum manni, E. Marx, og var hún
á því fólgin að mæla hraða Röntgens-geislanna. Honum
taldist svo til eftir mælingunum, að þeir færu með sama
hraða og ljósið eða 300,000 km. á sekúndu. Væri þetta
xétt, var með því fengin nokkurn veginn vissa fyrir þvi,
að Röntgens-geislarnir væru öldugangur í Ijósvakanum;
því að það er lítt hugsanlegt, að efnisagnir geti farið með
hraða ljóssins. En margir drógu í efa, að tilraun Marx
væri svo ábyggileg, að hún gæti talist óyggjandi sönnun
þess, að Röntgens-geislarnir færu með sama hraða og
lljósið; svo að hver héJt sinni skoðun þrátt fyrir þessa
dilraun.
Deilu þessari um eðli Röntgens-geislanna svipar i
■mörgu til deilunnar um eðli ljóssins, eftir að Newton
■hafði getið þess til, að það væri smáagnir á flugi, en
Huygens hins vegar haldið því fram, að það væri nokk-
urs konar öldugangur. Sú deila var til lykta leidd, er
menn athuguðu, að ef ljósið væri ölduhreyflng, þá ætti
það sumstaðar að hverfa, en aftur vaxa annarstaðar,
þegar ljósöldum slær saman, sem koma frá sama ljósgjaf-
anum með litlu millibili. Áthuganir og tilraunir leiddu í
Jjós, að þannig var það, og menn urðu að fallast á skoðun
Huygens. Af þessum samslætti (interferens) ljósaldnanna
-orsakast litbrigðin, sem sjást, þegar ljós fellur á þunn,
gagnsæ lög, t. d. sápubólur, brá á vatni, loftlagið, sem
kemur er gler flaskast, og lögin í skelplötum. Hið end-
iirkastaða ljós kemur þá sumt frá þeirri hliðinni, sem
17