Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 67
Skirnir].
TJtan úr heimi.
291
leonstímunum og þykir úrelt. Hafa frjálslyndu flokkarnir lengi
áraugurslaust reynt að koma því í betra horf. Síðustu árin var
næstum stöðugt 1 miljarðs fr. tekjuhalli árlega. Loks var komið
á tekjuskatti í júlí 1914, eu þa kom ófriðurinn. Frakklandsbanki
hafði aftur á móti verið búinn undir ófrið frá 1911. En annars
var ástandið ilt. Síðustu 4—5 áratugina hefir veraldarsagan stöð-
ugt orðið meira og meira að sögu fjármála og atvinnusambanda
þjóðanna. Um fram aðrar þjóðir hafa Frakkar notað auð sinn sem
verkfæri í höndum heimspólitíkurinnar. Auk fótgönguliðs, riddara-
liðs, stórskotaliðs og flugliðs átti auðurinn að vera fimta vopnið.
Stjórnin og bankarnir hafa sóð um, að sparifó Frakklands yrði veitt
yfir þjóðir, sem á þann hátt yrðu háðar Frakklandi og bandamenn
þeirra í ófriði. Nýlendujjólitík Frakka stafar af sömu ástæðu. Áttu
þeir því ógrynni fjár hjá Rússlandi,'Balkanríkjunum og Suður-
Arneríku. Frá 1907 höfðu lönd þessi verið í mesta uppgangi, en
um áramót 1914 var að koma viðskiftakreppa um heim allan. Var
hún einmitt mjög sterk' í þessum löndum, en breiddist þaðan út
til annara þjóða. Nú komu gallarnir í ljós við, að Frakkar áttu
svo mikið fé hjá löndum þessum, sem ekki var handbært. Pen—
ingamarkaöurinn í París komst á ringulreið í byrjun ársins 1914
og var það enn, er ófriðurinn hófst.
C. England, miðstöð greiðsluviðskiftanna, stóð betur að
vígi, þó að ekki væri alt með feldu. Fjármál ríkisins voru í all-
góðu lagi. En gjaldþrotin í Suður-Ameríku og brezku nýlendun-
um höfðu haft meiri áhrif á brezka peningamarkaðinn heldur en á
Miðve'din. Auk þess leitaöi bæði Frakkland og Rússland til Eng-
lands i fjárkröggunum. Leit því út fyrir, að brezki peningamark-
aðurinn mundi komast í ógöngur. —
Eg set hór yfirlit yfir herkostnað ófriðarþjóðanna tvö fyrstUí
ófriðaráriu, frá 1. ágúst 1914 til 1. ágúst 1916.
II.
Ef meta skyldi allan kostnað þann, sem ófriðurinn hefir haft
í för með sór, þá yrði að taka meira fram en í ljós kemur í ríkja-
reikningunum. Meta yrði auk þess manntjónið, kostnað bæja,
sveita og hóraða, tekjumissi í reikningum bæja, sveita og héraða,
minkun framleiðslunnar, eydd hergögn frá friðartímum, skemdir á
herstöðvunum, hjálp þá, sem þjóðin veitir ókeypis til ófriðarins.
Þessa liði verður þó ekki hægt að meta fyr en að ófriði loknum.
Verður því hér að eins talað um b e i n útgjöld ríkjanna.
19*