Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 108
Atliugasemdir
við tímatalsritgerð Guðmunðar lanðlæknis Björnssonar.
Eg er ekki rímfróður, en með mikilli ánægju hefi eg^
lesið allar inar skarpviturlegu athuganir Guðmundar
Björnssonar í Skírni 1915 um íslenzka tímatalið. Ritgerð-
in er víst einstæð í sinni röð, enda hefir vor ágæti tölu-
vitringur Eiríkur Briem, gefið heDni fyrirtaks góðan vitnis-
burð. Það er að eins tvent sem mér virðist geta orkað
tvímælis og skal eg nú koma að því:
Fyrst er þá það, að afar-ólíklegt er að íslendingar
einir allra germanskra þjóða, hafi verið svo afskiftir, að
eiga ekki fornu vikudaganöfnin á tungu sinni. Að fornu
og nýju eru þessi nöfn sameiginleg öllum þjóðum af ætt
Germana og án efa tekin upp í málinu einhvern tíma, eigi
mjög seint, í tíð rómverska keisaradæmisins, líklega um
líkt leyti og rúnirnar. Fjögur af þeim tíðkast einnig í
islenzkum sögum og skjölum og lifa enn í dag mikið til,
svo að þar ber öllu vel saman. Það eru að eins þrjú
heitin, nefnilega týsdagur, óðÍDsdagur og þórsdagur sem
norsk lög hafa en eigi íslenzk, samkvæmt orðum
höfundarins, en hann viðurkennir, að þau séu notuð í
Noregskonungasögunum, sem einmitt bendir fastlega i áttina,
að þau líka hafi íslenzk verið, því vissulega eru þærsög-
ur íslenzk ritverk. Og mér þykir alls eigi neitt ólíklegt,
að inn áhrifamikli ágætismaður Jón biskup ögmundsson
hafi miklu um valdið, að þau lögðust niður. Það hlýtur
að vera varasamt að véfengja skýlausan vitnisburð áreið-
anlegra fornrita, er litlu síðar voru í letur færð; því hefði
hér verið um einhverja lauslega nafnanýjung að ræða,