Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 32
Hvað eru Röntgens-geislar?
í ritgerð um Röntgens-geisla í siðasta hefti Skírnis,
'bls. 49—50, segir Gunnlaugur Claessen, að menn álíti, að
Röntgens-geislarnir séu annaðhvort sveiflur í ljósvakanum
með mjög stuttri sveiflulengd eða straumur af örsmáum
efnis-ögnum. Á mjög svipaðan hátt lýsir próf. Ágúst H.
Bjarnason í ritgerðinni: »Heimsmyndin nýja« í öðru hefti
Iðunnar (október 1915), bls. 136—137, hugmyndum manna
um alfa-geislana, sem sum radíóaktíf (geislamögnuð) efni
senda frá sér, en alfa-geislarnir eru sams konar geislar
og Röntgens-geislarnir.
Lýsingar þessar á hugmyndum manna um Röntgens-
og alfa-geislana eru þó eigi alveg réttar, ef átt er við
nútíðarskoðanir manna. En hins vegar má þær til sanns
vegar færa, ef miðað er við skoðanir manna fyrir 4 árum
síðan, því að þá voru þannig tvískiftar skoðanir manna
um hið innra eðli Röntgens-geislanna. Að vísu voru þeir,
sem béldu þvi fram, að Röntgens-geislarnir væru öldu-
gangur í ljósvakanum, eigi öldungis sammála, því að
sumir, einkum enskir eðlisfræðingar, álitu, að Röntgens-
geislarnir væru óregluleg ölduhreyflng, sem á sinn hátt
svaraði til hinna reglulegu ljósaldna eins og hvellir eða
skarkali til reglulegra tóna hjá hljóðbvlgjunum; en sumir
þýzkir eðlisfræðingar voru þeirrar skoðunar, að geislarnir
væru reglulegar öldur, að eins miklu styttri en venjulegar
ljósöldur. Gagnstætt þessum skoðunum var það álit sumra,
að Röntgens-geislarnir væru örlitlar agnir, rafmagnslausar
og á harða flugi, í líkingu við það, að kaðódu- og beta-
geislar eru mjög litlar agnir með negatífu rafmagni, en alfa- og