Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 28

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 28
252 Snorri Sturluson. [Skirnir. liti stendar Snorri í þessu efni að baki fiesturn samtima' mönnum sínum: síngirni hans bitnar á börnum hans,- Aftur á móti sparar t. d. Sighvatur bróðir hans hvorki fé né fjör til þess að efla og styðja Sturlu son sinn. En orsakirnar til breytni Snorra í þessu efni hefi eg reynt að greina að framan. Þá má bera saman eigið takmark Snorra — völd og metorð — og æfiferil hans, og dæma hann eftir þeirn samanburði, líkt og listaverk má dæma eftir því, hvort höfundurinn hefir náð tilgangi sínum með því eða ekkir án þess að fara nánar út í að meta þennan tilgang. Að mörgum stórmennum sögunnar er dáðst á þennan hátt. Þau eru lifandi listaverk, höfði hærri en allur lýðurinn og margra makar. Menn dást að eldhug þeirra, vilja- styrk og afrekum — og gleyma að spyrja um, hvað gott þeir hafi viljað eða látið af sér leiða. Frá þessu sjónar- miði hefir Snorri skoðað sumar af söguhetjum sínum. En lítum vér á hann sjálfan frá því, verður ósamræmið milli ætlana hans öðrum megin og krafta og atgerða hinum megin alt of bert til þess að hann geti hrifið hug vorn. En um leið og áherzla er lögð á, að Snorri stóð ýms- um samtímamönnum sínum að baki að röggsemi og skör- ungsskap, er skylt að geta hins, að ein orsakanna var súT . að hann var ekki búinn sumum lökustu göllum þeirra. Hann sást meira fyrir, beitti hvorki ofbeldi né grimd, er ekki beint riðinn við neitt af þeim hryðjuverkum, sem kasta skugga á öldina. Hann verður ekki dæmdur með’ sanngirni, nema menn sjái aðra höfðingja landsins í bak- sýn. Arngrímur ábóti segir um þá Sturlusyni, að Þórður var þeirra beztur, Snorri í m i ð, en Sighvatur verstur (Biskupas. II, 71). Frá siðferðissjónarmiði er varla hægt að segja neitt betra um Snorra en þetta >í mið«. Hann er hvorki í flokki mestu mannkostamanna né varmenna Sturlungaaldarinnar. Og hafi hann stundum gert öðrum rangt til, þá fór hann sjálfur ekki varhluta af yfirgangí annara. Kolbeinn ungi rýfur sætt sína við hann og reyn- ist honum hið versta. Sturla Sighvatsson viðurkennir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.