Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Síða 20

Skírnir - 01.08.1916, Síða 20
244 Snorri Stnrluson. [Skírnir. inótmælt, af Fr. Paasche, að réttmætt væri að tala um skynsemistrú (rationalisme) í sambandi við Snorra og höf- und Fagurskinnu. »Hvert áttu þeir að sækja þvilíkar hugmyndir?«, (Kristendom og kvad, 3). Paasche hefir unnið gott verk í þarfir norrænnar ritskýringar með því að benda á, hvað erlent væri af hugsun og líkingum í fornum helgikvæðum. En hann má ekki þar fyrir ætla, að öll hugsun íslendinga um trú og kirkjumál hafi verið aðfiutt. Eða skyldi Jón Loftsson hafa sótt þá skoðun til Róms, að erkibiskup mundi eigi vilja betur né vita en hans foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans (Biskupas. I, 283)? En Snorri var fóstursonur Jóns. Og í raun og veru benda bæði rit Snorra og æfisaga á það, að hann hafi verið fremur kaldur í þeim málum, hvorki gert sig beran að trúleysi, né heldur orðið fyrir djúptæk- um áhrifum úr þeirri átt. Lifandi trú hefði getað haft tvenns konar áhrif á Snorra, gert hann mildari í skapi og hófsamari, eins og Þórð bróður hans, en líka djarfari og samfeldari. Gott heimilislíf hefði getað gert líkt að verkum, en það varð heldur ekki hlutskifti hans. Um hjónaband hans og Her- dísar vita menn ekki annað, en að þau skildu eftir fárra ára sambúð. Félag sitt við Hallveigu Ormsdóttur gerði hann eingöngu af hagsýnum ástæðum, eins og áður er bent á, en sainbúð þeirra virðist annars hafa verið góð, enda voru bæði af brekaaldri. Snorra þótti mikill skaði að fráfalli hennar, en hefur þó þegar deilu við son hennar um fjárskifti. Og að minsta kosti er ekki um þá sterku tilfinningu að ræða, sem getur safnað kröftum tvístraðs manns í einn farveg. Og auk þess býr Snorri á beztu þroskaárum sínum (28—45 ára) ókvæntur í Reykjaholti og hefir margar frillur, líklega samtímis eftir aldri barnanna að dæma. Börn hans eru hvert öðru óstýrilátara og erfiðara í skapi, og ekki ólíklegt, að þau hafi sótt eitthvað af því til mæðra sinna. Og hafi frillur Snorra verið stórlyndar og van- stiltar, þá getur heimilisbragurinn ekki hafa verið skemti-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.