Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1916, Page 31

Skírnir - 01.08.1916, Page 31
Skírnir]. Snorri Sturlnson. 255' En þyngst af öllu verða rit Snorra á metunum, er dæma skal um feril hans i heild sinni. Þar fann hann það takmark, sem var meira en eigin metorð, þar vann hann að af háleitri innri hvöt og hugði sér lítt til lofs fyrir. Þar var óðalið, sem hann var til borinn, og hefði hann fallið á allri þeirri eign sinni, hefði hann verið heilagur, eins og Olafur Haraldsson. Margir mestu rithöf- undar heimsins hafa lifað lífi sínu með líkt upplag og Snorri, og ekki orðið að fundið. Þeir hafa ekki lifað í sama umhverfi og íslenzkur höfðingi á 13. öld. En ættum vér þá að óska, að Snorri hefði tekið þann kost að verða krúnurakaður klerkur eða friðsamur bú- andmaður með hugann allan við bókleg störf? Eg held ekki. Að vísu hefðu verk hans þá orðið fleiri og stærrir. því að starfsþrekið hefir verið frábært. En bækur verða ekki metnar í pundum, og þeir rithöfundarnir eru ekki síztir, sem leggja alla reynslu fjölbreyttrar æfl í eina eða tvær bækur. A margan hátt hafa rit Snorra notið góðs af æflferli hans, eins og hann var. Stíll hans ber vott um smekkvísi höfðingjans og er laus við lærdómstildur og munkamærð. Hann er víðsýnn og frjáls í hugsun og ekki bundinn við kreddur neinnar stéttar. Reynsla hans er fjölbreytt og mannþekkingin djúptæk, þess vegna bera ræðurnar í Heimskringlu og frásögnin um samninga og ráðstafanir af flestu öðru i þeirri grein. Og metorðagirni Snorra, sú sama sem veldur svo mörgu öðru í fari hansr leggur líka ljómann um höfðingjalýsingar Heimskringlu. Snorri varð aldrei jarl yflr Islandi, en hann var konung- ur í ríki sögunnar. Og mikið af því dýrmætasta í bók- mentum heimsins er á öllum öldum orðið til við ljómann af þeim neista, sem kviknar, þegar hugur snillingsins ræður til stökks frá hversdagskjörum þeim, sem eru hlut- skifti hans, til draumaheimsins, sem er takmark hans. Sigurður Nordal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.