Gefn - 01.01.1871, Side 2

Gefn - 01.01.1871, Side 2
2 mun allt annað gott á eptir fylgja« — þau merkja það andlega frelsi, sem óyggjandi flytur með sér það sanna frelsi líkamans. Andi mannsins getur aldrei staðið í stað nema hann sé í andlegri ánauð. pessi andlega ánauð er orsök til þess ástands sem vér vitum að er í sumum löndum, til að mynda í Austurálfunni — vér getum jafn vel sagt að allur heimurinn hafi verið í andlegri ánauð þángað til kristn- in lauk upp augum mannanna og sýndi þeim nýtt ljós himn- eskra sannleika. Raunar var svo sem bjartara væri um stund yfir sumum löndum; í Egiptalandi og víða í Asíu var furðuleg menntan mörg þúsund árum fyrir Krists hurð, svo vér undrumst hversu miklu mennirnir fengu af kastað — og hvað þurfum vér að nefna Róm og Atenuborg, ítali og Grikki, sem það á einmitt við sem Plató segir (í Fedrusi) um himnaför andanna, sem náðu að skygnast yfir vagn- röndina og inn í sælustað enna ódauðlegu guða. En þrátt fyrir allt þetta var eins og einhver hula yfir heiminum — það er eins og eitthvað vanti; eitthvað ókunnugt, ógurlegt myrkur var yfir öllu þessu ljósi fornaldarinnar; í allri eptirleit enna fornu spekínga eptir sannleikanum, í öllum þeirra rit- um finnum vér þessa óvissu fálman, hversu snildarleg sem þau eru; og eptir að þessi gullöld var horfin, þá má með sanni segja, að allur heimurinn hafi verið orðinn saddur, búinn að fá svo mikið af afreksverkunum og listunum að það var allt orðið að níðíngsverkum og ólyst — þá kom loksins einn fyrirlitinn vinnumanns sonur og sagði: »snúið yður og trúið«: það voru endurlausnarorðin, sem leystu heiminn úr hinni andlegu ánauð. Fortjaldið rifnaði og mennirnir sáu inn í himnaríki. Vér tölum alltaf um andlegt frelsi, því eiginlega er ekkert annað frelsi til. Líkamlegt ófrelsi kemur ætíð af ánauð andans: í fornöld þjáðu menn fólkið og þrælkuðu, af því menn voru svo andlega bundnir og blindir, að menn vissu ekki betur en þetta væri rétt. J>rælaverzlan seinni

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.