Gefn - 01.01.1871, Side 3

Gefn - 01.01.1871, Side 3
3 tíma er og eiugaungu framin af slíkum mönnum, sem voru tilfinníngarlausir af því þeir voru trúarlausir, þó þeir heyrði til kristnum þjóðum; þeir voru sjálfir fullt eins ánauðugir og þrælarnir. En vill ekki líkt verða jafnvel í þeim löndum sem frjálsust eru kölluð? Yér skulum nefna hér einúngis svo sem dæmi, að í því lögin gefa hverjum einstökum manni svo mikið frelsi sem unnt er á eina síðuna, þá efla þau ófrelsið og ánauðina á hina, og verður ekki við því gert — einmitt þetta sýnir að margt af því »frelsi«, sem svo opt er prédikað fyrir oss, er ekkert annað en vitleysa — nema vér þá ekki miðum við annað en díblissur og járnfjötra. Mundu menn til að mynda ekki kalla það óþolandi, ef lögin settu fastan taxta á vinnukaup ? (vér hugsum hér um prívat hluti, en ekki »dagsverk«) en þó er það í rauninni ánauð, að sérhverr kaupmaður má sjálfur ráða öllu sínu vöruverði og þvl verkkaupi sem hann geldur verkmönnum sínum, því auk þess að á fjölbygðum stöðum er eptirsóknin svo mikil sökum mannfjöldans og atvinnuleysisins, að menn gánga að hinum verstu afarkostum: þá koma líka ótal margir og fala vinnu, sem eigi þurfa hennar við, heldur vilja einúngis fá sér eitthvert starf til þess að gánga ekki iðjulausir, og bjóð- ast fram jafnvel fyrir ekkert. Allt þetta lendir á fátæklíng- unum, sem þurfa vinnunnar. Fólkið er þannig rekið í hendur einstakra manna, sem eptir lögunum geta beitt þeim einræðisskap, að þeir gjalda ekki svo mikið fyrir vinnuna að menn hafi matinn ofan í sig, og þannig eru menn í frjálsum löndum þúsundum saman þjáðir og undirokaðir með hinum versta _og viðbjóðslegasta þrældómi og ráng- indum, því með þessu fylgir enn fleira ófagurt: bæði er verkmönnunum boðið allt og þeir í rauninni hafðir sem þrælar, en geta samt ekki kvartað, til þess að missa ekki af vinnunni; og svo elur þessi eymd og vesæld af sér allan þann her sem á kyn sitt að rekja fremur til helvítis en til jarðríkis: það eru alls konar syndir og glæpir, og hatur 1*

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.