Gefn - 01.01.1871, Page 4

Gefn - 01.01.1871, Page 4
4 og óbeit á öllu góðu: við allt þetta verður hinn betri hluti mannfélagsins að berjast, og sú barátta er nýlega byrjuð en ekld á enda. í enum menntuðu löndum fer þetta óðum vaxandi, og það er þessi eymd, sem nú hefir riðið Frökkum að fullu, og sama mun verða víðar, nema því að eins að það rísi upp meiri hugsjónaröld, það er: praktiskari öld, en nú er; því menn hafa nú einmitt hausa- víxl á hlutunum: menn hugsa að ekkert dugi nema það sé »materíelt«, menn eru eins og hræddir við lærdóm og listir — menn þykjast raunar virða þetta, en álíta það í raun- inni fyrir tómt leikspil, og ekkert annað notandi en iðnaðar- skóla og þess konar; í þessa stefnu fer öll upplýsíng. Hverr veit nema menn verði einhverntíma fegnir að fá þau lög, sem menn nú mundu kalla þrældóm? Vér skulum enn koma með annað dæmi. Frelsi rikj- anna leyfir, að sér hverr megi gefa út blað, sem efni hefir á því; það er aldrei farið út í það hvort haun sé andlega fær um það eða ekki, heldur má hann vera svo ómennt- aður og andlega skakkur og skældur sem hann vill; en einmitt af þessu kemur margs lconar vandi: ekki einúngis getur hverr blaðamaður spillt velferð hvers þess er liann vill, eins og opt hefir orðið, og ekki einúngis útbreiðast smelckleysur og glæpaslaður, hleypidómar og allt illt af ill- um blöðum, af því ritstjórarnir eru ýmist óvandaðir menn, og ýmist alveg ófærir til þess að stýra sannri menntun og upplýsíngu inn í anda þjóðanna: heldur verða og stjórnirnar sjálfar að liggja í sífeldu stríði við ýmsa krapta í þjóð- unum, einmitt vegna þessara blaða. j>egar þetta frelsistal byrjaði fyrst — hvernig vorum vér þá? vorum vér líkamlega þrælkaðir og þjáðir? vorum vér í hlekkjum og böndum ? Nei, vér vorum lausir og lið- ugir, vér vorum alltaf miklu frjálsari en fólk annarstaðar. En vér létum byrla oss inn að vér værurn í þrældómi — ja það var raunar satt, vér vorum í andlegum þrældómi, en þann þrældóm höfðum vér lagt á oss sjálfir, og hann var

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.