Gefn - 01.01.1871, Page 13

Gefn - 01.01.1871, Page 13
13 íslendsku. Hið auma ástand, sem alltaf er verið að kvarta yfir á Islandi, verður ekki við rétt með eintómum peníngum, heldur er það komið af ótal öðrum hlutum en féleysinu; en það talar alþíng ekkert um. Menn þurfa ekki að koma hér með hallærishistoríurnar gömlu, því það hafa — já fyrir örfáum árum — verið miklu verri hallæri í lángtum auð- ugri löndum en ísland er. En að lifa á íslendsku, það vilja okkar frelsismenn með engu rnóti, og ekki þó þeir sé alltaf að veifa í kríngum sig íslendsk-íslendskura ríkis-flöggum og fornaldarlegustu frelsisbrestum; þeim nægir öldúngis ekki að vera íslendskum lengur, heldur gánga þeir að með oddi og egg til að koma okkur út í þessa »heimsmenntun« eða »GiviIisation« sem kölluð er. En einmitt þetta álítum vér rángt, af því það er og verður ekkert annað en apaspil. Vér sögðum í inngángi rits þessa, að vér vildum að Íslendíngar fylgdi með tímanum, en þar með sögðum vér ekki, að vér vildum eignast allt það sem fram kemur í tím- anum. Um þetta geramenn sér margvíslegar og opt rángar hugmyndir. |>egar leggja átti málþráðinn yfir ísland til A meríku, þá héldu sumir að íslandi væri þar með kippt í einu vetfángi inn í menntunarstraum heimsins; en báðir þeir staðir sem mál- þráðurinn liggur nú á milli, Valentía á Irlandi og Hearts- Coutents á Nýfundnalandi, eru enn hin sömu ómerkilegu fiskiþorp sem áður, og munu alltaf verða; og það þó þau liggi ekki á íslandi, heldur í sjálfum enum »menntaða« heimi. Vér eigum að fylgja með tímanum á allt annan liátt: vér eigum að vera vor eiginn tími og fylgja sjálfum oss í honum. Hver er þá meiníngin í þessum orðum? Sú, að vér eigum sjálfir fastan stofn til að byggja á og þurfum ekki þessa útlenda glíngurs við svo mjög sem forgaungumenn vorir híngað til hafa verið að egna framan í oss. þ>að er þeim að kenne, að öllum andlegum efnum hefir hríðfarið aptur

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.