Gefn - 01.01.1871, Page 14

Gefn - 01.01.1871, Page 14
14 að mörgu leyti hjá oss um en síðustu tuttugu ár — hversu mjög hafa menn nú gaman af fornum sögum, sem áður voru vor frægð og frami og fluttu nafn vort út um heiminn ? Og það var ekkert frægðarstryk af Fjölni, þegar hann reif svo mikið niður rímnakveðskapinn að hann hefir aldrei risið upp síðan. Eímurnar eru að sínu leyti eins merkilegar og sögurnar, og þær voru talandi vottur um, ekki einúngis hversu lifandi fornöldin var í rímnaskáldunum, heldur og um það, hvernig sjálf fornskáldin fóru að yrkja. J>ær voru óræk vitni á móti öllum þeim l}rgum og áburði, sem lærðir menn í útlöndum svo lengi hafa barið fram um okkur, að við værum búnir að týna málinu og allri fornöldinni, og sú núverandi íslendska væri allt annað mál en það sem Snorri ritaði Heimskrínglu á, eða hinir aðrir höfundar sögur og kvæði. í hverju hefir oss þá verið hamlað? og í hverju eru framfarir vorar innifaldar? Oss hefir verið hamlað á þann hátt, að menn hafa um meir en tuttugu ár verið að herja inn í oss bandvitlausar hugmyndir um vort eigið ástand, og um það takmark sem vér eigum að ná. Framfarir vorar eru í því innifaldar, að vér eigum að njóta lands vors og þjóðernis, og fara sem minnst út fyrir sjálfa oss, heldur taka vora krapta frá oss sjálfum, en ekki fá þá hjá öðrum. En einmitt til þessa hefir alþíng alltaf verið að reyna, og því köllum vér það óþjóðlegt. j>að hefir allt af verið að leitast við að koma oss inn í þessa »heirnsmenntan«, og þar með undir alla þá ánauð sem henni fylgir, því hún er dráp alls þjóðernis. Og eins og land vort er að svo mörgu leyti merkilegt, eins er það ekki síst með tilliti til þessarar bar- áttu, þar sem sú verður niðurstaðan, að Danir, sem íslend- íngar álíta því nær sem fjandmenn sína, einmitt vilja láta oss viðhalda þjóðerninu, en vér viljum ekki hafa það. Yér getum samt mælt alþíngi nokkra bót. því jafnvel þó það sé öldúngis ekki að állta svo sem rödd landsins, þá hefir það þó stundum sýnt, þegar til hefir komið, að það

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.